Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2025 07:30 Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Gagnaver Orkumál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun