Lífið samstarf

Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu

Kenzen
Kósy hettupeysa frá íslenska merkinu Kenzen gæti orðið ein vinsælasta jólagjöfin í ár því hún er sannarlega á óskalista margra
Kósy hettupeysa frá íslenska merkinu Kenzen gæti orðið ein vinsælasta jólagjöfin í ár því hún er sannarlega á óskalista margra

Íslenska vörumerkið Kenzen hefur notið mikilla vinsælda undanfarin tvö ár og heldur áfram að vaxa. Kenzen á fimm vörur á Topp 20 lista íslenska gjafaforritsins Óskars yfir vinsælustu gjafirnar.

„Við erum mjög þakklát og afar stolt að sjá merkið eiga 5 af 20 vinsælustu vörunum á Óskar,“ segja þau Lana Björk Kristinsdóttir og Mikael Ársælsson, eigendur Kenzen en á listanum eru tvær tegundir af buxum og þrjár kozy-peysur.

„Það sýnir okkur hversu eftirsóttar vörurnar eru. Það má segja að Kenzen sé vinsælasta jólagjöfin í ár," segja þau.

Nýjar vörur væntanlegar

Kenzen hefur á stuttum tíma fest sig í sessi fyrir skapandi markaðssetningu og vandaðar vörur. Merkið selur lífsstílsfatnað, æfingafatnað, aukahluti, baðsloppa og á næstu dögum bætast í vörulínuna gallabuxur, dúnjakki, snyrtitaska og glæsileg loð-hliðartaska.

„Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessum mikla vexti.  Eftir Singles day er búið að vera brjálað að gera hjá okkur og við bíðum spennt eftir að sjá hvað Black Friday helgin og jólavertíðin ber í skauti sér.“

Einfaldara að deila óskalistanum

Forritið Óskar hefur sjálft notið mikillar útbreiðslu hér á landi, enda einfaldar það gjafakaup til muna. Notendur setja inn óskalista, deila þeim áfram og síðan geta vinir eða fjölskylda tekið frá gjafir án þess að viðkomandi sjái hvaða hlutir voru valdir.

Jólavertíðin er hafin af fullum krafti og allt bendir til þess að árið verði afar spennandi hjá Kenzen.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.