Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. nóvember 2025 11:05 Alice og Ellen Kessler dönsuðu um allan heim, léku í kvikmyndum, sungu í Eurovision og komu fram í sjónvarpi. Getty Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að deyja líknardauða. Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík líknardrápi (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Sjá meira
Þýska fréttablaðið Bild greinir frá andláti tvíburasystranna sem létust mánudaginn 17. nóvember í Grünwald í Bæjaralandi. Samkvæmt blaðinu tóku systurnar ákvörðun „um að binda endi á líf sitt saman“ og var lögreglu greint frá andláti þeirra í kjölfarið. Læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying) hefur verið lögleg í Þýskalandi frá 2019 og er ólík líknardrápi (e. euthanasia) að því leyti að sjúklingurinn tekur líknandi lyf sjálfur frekar en að læknir veiti honum þau beint. Kessler-tvíburarnir greindu frá því í apríl 2024 að þær vildu deila duftkeri eftir að búið væri að brenna þær. Þannig yrði þær saman í dauðanum rétt eins og í lífinu. Samkvæmt Bild verða tvíburasysturnar grafnar hjá móður sinni og hundinum Yello. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Dansferðalög, Eurovision og ítalskt bíó Tvíburasysturnar Alice og Ellen fæddust 20. ágúst 1936 í Nerchau í Saxlandi. Þær hófu að æfa ballet sex ára og voru komnar í ballet-prógram Leipzig-óperunnar ellefu ára gamlar. Kessler-fjölskyldan flúði Austur-Þýskaland til Düsseldorf árið 1952. Systurnar ferðuðust síðan um Evrópu og Bandaríkin þar sem þær dönsuðu með stjörnum á borð við Frank Sinatra og Fred Astaire. Kessler og komu fram í Le Lido-leikhúsinu í París frá 1955 til 1960. Kessler-tvíburarnir komu reglulega fram í sjónvarpi og í kvikmyndum.Getty Systurnar hófu að leika í kvikmyndum, aðallega vestur-þýskum söngleikjum og gamanmyndum, um miðjan sjötta áratuginn. Þær voru síðan fulltrúar Vestur-Þýskalands í Eurovision árið 1959 og lentu í áttunda sæti með lagið „Heute Abend wollen wir tanzen geh'n“ eða „Í kvöld viljum við fara að dansa“. Systurnar fluttu síðan til Ítalíu 1962 og hófu þá að leika í alvarlegri rullum og urðu svo gríðarvinsælar vegna þátttöku sinnar í gamanþáttunum Studio Uno á ítölsku sjónvarpsstöðinni RAI. Systurnar sátu fyrir á forsíðu ítalska Playboy árið 1975 og hefur ekkert tölublað ítalska tímaritsins selst jafnhratt. Kessler-tvíburarnir nutu líka frægðar í Bandaríkjunum, komu fyrir í sjónvarpsþáttunum The Red Skelton Hour, The Ed Sullivan Show og The Dean Martin Show á sjöunda áratugnum. Systurnar fluttu síðan aftur til Þýskalands árið 1986 og bjuggu til æviloka í Grünwald skammt frá München. Systurnar kíktu á Roncalli-sirkusinn í München fyrir tæpum mánuði síðan.Getty
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Þýskaland Dans Hollywood Ítalía Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Sjá meira