Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 07:16 Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun