Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar 12. nóvember 2025 20:31 Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun