„Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2025 15:00 Ian Jeffs er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann hlakkar til verkefnisins og stefnir hátt með liðið. Vísir/Bjarni „Mér líður mjög vel með þetta. Ég er virkilega spenntur og klár í þetta,“ segir Ian Jeffs, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Ráðning Jeffs var opinberuð í vikunni en hann tekur ekki við liðinu formlega fyrr en eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku. Nik Chamberlain klárar það einvígi sem fer fram í næstu og þarnæstu viku, með leikjum heima og að heiman. Jeffs segir ráðningarferlið hafa gengið hratt og vel fyrir sig og hann hafi strax orðið spenntur þegar símtalið barst úr Kópavogi. „Breiðablik tók fyrsta skrefið og var í sambandi við mig. Þetta voru ekki mikið meira en fjórir til fimm dagar frá því að félagið hafði samband áður en var búinn að skrifa undir. Ég fann það strax að þetta var eitthvað sem ég vildi hoppa á og þurfti ekki að hugsa mikið um það,“ segir Jeffs. Hann tekur við fínu búi af áðurnefndum Chamberlain sem færir sig til Svíþjóðar eftir síðari leik Blika við Hjörring. Breiðablik er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Við Nik erum fínir félagar og hann er búinn að gera virkilega góða hluti hérna og ná góðum árangri. Það er mitt verkefni núna að reyna að halda áfram á sömu braut,“ segir Jeffs. Einn samningur klár en 16 lausar Þó Jeffs fari ekki á æfingavöllinn fyrr en eftir Evrópuverkefnið er hann tekinn til starfa. Að mörgu þarf að huga þar sem fjölmargir leikmenn Blikaliðsins, alls 16 talsins, eru að renna út á samningi og mögulegt að einhverjar fylgi Nik til Svíþjóðar. Fyrsti samningurinn er þó í höfn þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrotting sumarsins, framlengdi sinn samning í morgun. „Við höfum rætt þetta saman og ég veit að það eru ákveðnir leikmenn sem eru að renna út á samningi. Við þurfum að vinna í því. Vinnan byrjar strax og vonandi koma fleiri tilkynningar frá Breiðabliki á næstu dögum,“ segir Jeffs. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ En fylgir starfinu pressa, í ljósi þess að liðið er tvöfaldur meistari? „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik. Þetta er risaklúbbur bæði karla og kvenna. Það eru kröfur um að ná árangri og að vinna titla. Það er mikill metnaður og miklar kröfur. Það er ekki aukapressa að Breiðablik hafi unnið tvöfalt núna en í þessu starfi verða alltaf kröfur og pressa. Það er bara þannig,“ segir Jeffs. Allskyns verkefni Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili. En er mikill munur á því að þjálfa kvennalið samanborið við karlalið? „Já og nei. Það er pínu öðruvísi að þjálfa karlmenn og kvenmenn en ég hugsa ekki mikið út í það. Ég hef þjálfað kvennalið og náð góðum árangri með ÍBV og kvennalandsliðinu, sem hluti af teyminu þar. Svo ákvað ég að fara aðeins yfir í karlaboltann. Það gekk vel hjá Þrótti, kannski ekki eins vel hjá Haukum. Ég hef fylgst vel með kvennaboltanum og halda tengingu þar. Fyrir mér er þetta gríðarlega spennandi tækifæri. Ég hlakka til að koma aftur í kvennaboltann og ná vonandi árangri með Blikaliðinu,“ segir Jeffs. Stefnan er þá skýr fyrir komandi tímabil. „Ég er að koma hingað til að ná árangri og það þýðir bara að stefna á Íslandsmeistaratitil og allt sem fylgir því. Við þurfum að halda áfram í því sem Breiðablik hefur gert virkilega vel undanfarin ár,“ segir Jeffs. Breiðablik Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Ráðning Jeffs var opinberuð í vikunni en hann tekur ekki við liðinu formlega fyrr en eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku. Nik Chamberlain klárar það einvígi sem fer fram í næstu og þarnæstu viku, með leikjum heima og að heiman. Jeffs segir ráðningarferlið hafa gengið hratt og vel fyrir sig og hann hafi strax orðið spenntur þegar símtalið barst úr Kópavogi. „Breiðablik tók fyrsta skrefið og var í sambandi við mig. Þetta voru ekki mikið meira en fjórir til fimm dagar frá því að félagið hafði samband áður en var búinn að skrifa undir. Ég fann það strax að þetta var eitthvað sem ég vildi hoppa á og þurfti ekki að hugsa mikið um það,“ segir Jeffs. Hann tekur við fínu búi af áðurnefndum Chamberlain sem færir sig til Svíþjóðar eftir síðari leik Blika við Hjörring. Breiðablik er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. „Við Nik erum fínir félagar og hann er búinn að gera virkilega góða hluti hérna og ná góðum árangri. Það er mitt verkefni núna að reyna að halda áfram á sömu braut,“ segir Jeffs. Einn samningur klár en 16 lausar Þó Jeffs fari ekki á æfingavöllinn fyrr en eftir Evrópuverkefnið er hann tekinn til starfa. Að mörgu þarf að huga þar sem fjölmargir leikmenn Blikaliðsins, alls 16 talsins, eru að renna út á samningi og mögulegt að einhverjar fylgi Nik til Svíþjóðar. Fyrsti samningurinn er þó í höfn þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrotting sumarsins, framlengdi sinn samning í morgun. „Við höfum rætt þetta saman og ég veit að það eru ákveðnir leikmenn sem eru að renna út á samningi. Við þurfum að vinna í því. Vinnan byrjar strax og vonandi koma fleiri tilkynningar frá Breiðabliki á næstu dögum,“ segir Jeffs. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ En fylgir starfinu pressa, í ljósi þess að liðið er tvöfaldur meistari? „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik. Þetta er risaklúbbur bæði karla og kvenna. Það eru kröfur um að ná árangri og að vinna titla. Það er mikill metnaður og miklar kröfur. Það er ekki aukapressa að Breiðablik hafi unnið tvöfalt núna en í þessu starfi verða alltaf kröfur og pressa. Það er bara þannig,“ segir Jeffs. Allskyns verkefni Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili. En er mikill munur á því að þjálfa kvennalið samanborið við karlalið? „Já og nei. Það er pínu öðruvísi að þjálfa karlmenn og kvenmenn en ég hugsa ekki mikið út í það. Ég hef þjálfað kvennalið og náð góðum árangri með ÍBV og kvennalandsliðinu, sem hluti af teyminu þar. Svo ákvað ég að fara aðeins yfir í karlaboltann. Það gekk vel hjá Þrótti, kannski ekki eins vel hjá Haukum. Ég hef fylgst vel með kvennaboltanum og halda tengingu þar. Fyrir mér er þetta gríðarlega spennandi tækifæri. Ég hlakka til að koma aftur í kvennaboltann og ná vonandi árangri með Blikaliðinu,“ segir Jeffs. Stefnan er þá skýr fyrir komandi tímabil. „Ég er að koma hingað til að ná árangri og það þýðir bara að stefna á Íslandsmeistaratitil og allt sem fylgir því. Við þurfum að halda áfram í því sem Breiðablik hefur gert virkilega vel undanfarin ár,“ segir Jeffs.
Breiðablik Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira