„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals og var tekinn tali á Hlíðarenda. Vísir/Bjarni „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. „Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira