Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2025 12:33 Snjórinn setti strik sinn í reikning margra á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fallegur er hann. Vísir/Anton Brink Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink
Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira