„Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2025 20:15 Santa J. Claus, sem var gestur á Hótel Rangá í nokkra daga og sló þar í gegn eins og allstaðar þar sem hann fer í heimsókn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska. Hér erum við að tala um Bandarískan og gamlan íslenskan jólasvein, sem höfðu gaman af því að hittast og syngja saman þó nokkuð sé í jólin sjálf. Santa J. Claus er nútíma jólasveinn, sem notar Instagram og Tiktok síður sínar til að dreifa jólalegri gleði allt árið um kring. Hann er með yfir 5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir hvetjandi myndböndum til sinna fylgjenda. Hann hefur verið jólasveinn fræga fólksins í Bandaríkjunum í mörg ár og hann vinnur einnig náið með samtökum sem styðja við langveik börn. „Nú loksins hef ég náð að koma til Íslands að degi til og séð alla þessa stórbrotnu fegurð. Þetta er fallegt land“, segir sveinki. Og þú ert jólasveininn eða hvað? „Vissulega, vissulega, ég er kallaður allskonar nöfnum. Sumir kalla mig jólasvein, sumir kalla mig Pére Noel, Babbo Natale, heilagan Nikulás. Það eru mörg nöfn út um allan heim“, segir jólasveininn kátur og hress. Skeggið og hárið á sveinka er allt náttúrulegt og svo lét hann hanna á sig þennan fína jólasveina klæðnað. „Heyrðu jólasveinninn, hann var bara að koma frá Norðurpólnum hingað í heimsókn til okkar. Hann er í smá fríi áður en öll jólavertíðin byrjar hjá honum og haldið að hann hafi ekki valið Hótel Rangá og Ísland til að koma til. Hann er bara alveg frábær, hann er ekkert smá skemmtilegur og frábær jólasveinn,“ segir Eyrún Aníta Gylfadóttir, markaðsstjóri Hótels Rangár. Gamli íslenski jólasveininn er líka alltaf flottur en hér er Kjötkrókur. „Við náttúrulega eigum heima í helli í Heklu eins og gengur og gerist og við höfum gaman af því að vera að skoða svona hella og vera að þvælast og vesenast. En við þurfum náttúrulega að hitta útlensku jólasveinana til að bera saman bækur okkar sjáðu til,“ segir Kjötkrókur eldhress, sem hlakkar mikið til jólanna. Bandaríski jólasveininn koma víða við á ferð sinni á Suðurlandi en hann fór meðal annars í hellana á Hellu. Þar urðu fagnaðarfundir þegar sá ameríski bankaði upp á og hitti aftur Kjötkrók. Ameríski jólasveininn fékk að sjálfsögðu íslenska lopapeysu skreytta hreindýrum í gjöf áður en hann hélt heim til síns lands. Instagram síða jólasveinsins Tiktok síða jólasveinsins Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Jólasveinar Bandaríkin Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Hér erum við að tala um Bandarískan og gamlan íslenskan jólasvein, sem höfðu gaman af því að hittast og syngja saman þó nokkuð sé í jólin sjálf. Santa J. Claus er nútíma jólasveinn, sem notar Instagram og Tiktok síður sínar til að dreifa jólalegri gleði allt árið um kring. Hann er með yfir 5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir hvetjandi myndböndum til sinna fylgjenda. Hann hefur verið jólasveinn fræga fólksins í Bandaríkjunum í mörg ár og hann vinnur einnig náið með samtökum sem styðja við langveik börn. „Nú loksins hef ég náð að koma til Íslands að degi til og séð alla þessa stórbrotnu fegurð. Þetta er fallegt land“, segir sveinki. Og þú ert jólasveininn eða hvað? „Vissulega, vissulega, ég er kallaður allskonar nöfnum. Sumir kalla mig jólasvein, sumir kalla mig Pére Noel, Babbo Natale, heilagan Nikulás. Það eru mörg nöfn út um allan heim“, segir jólasveininn kátur og hress. Skeggið og hárið á sveinka er allt náttúrulegt og svo lét hann hanna á sig þennan fína jólasveina klæðnað. „Heyrðu jólasveinninn, hann var bara að koma frá Norðurpólnum hingað í heimsókn til okkar. Hann er í smá fríi áður en öll jólavertíðin byrjar hjá honum og haldið að hann hafi ekki valið Hótel Rangá og Ísland til að koma til. Hann er bara alveg frábær, hann er ekkert smá skemmtilegur og frábær jólasveinn,“ segir Eyrún Aníta Gylfadóttir, markaðsstjóri Hótels Rangár. Gamli íslenski jólasveininn er líka alltaf flottur en hér er Kjötkrókur. „Við náttúrulega eigum heima í helli í Heklu eins og gengur og gerist og við höfum gaman af því að vera að skoða svona hella og vera að þvælast og vesenast. En við þurfum náttúrulega að hitta útlensku jólasveinana til að bera saman bækur okkar sjáðu til,“ segir Kjötkrókur eldhress, sem hlakkar mikið til jólanna. Bandaríski jólasveininn koma víða við á ferð sinni á Suðurlandi en hann fór meðal annars í hellana á Hellu. Þar urðu fagnaðarfundir þegar sá ameríski bankaði upp á og hitti aftur Kjötkrók. Ameríski jólasveininn fékk að sjálfsögðu íslenska lopapeysu skreytta hreindýrum í gjöf áður en hann hélt heim til síns lands. Instagram síða jólasveinsins Tiktok síða jólasveinsins
Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Jólasveinar Bandaríkin Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira