Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 14:28 Jeff Bezos er sagður vilja fá Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Hún er opin fyrir hugmyndinni. Getty Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Sydney Sweeney braust fram á sjónarsviðið í HBO-þáttunum Euphoria (2019-22) og hefur síðan vaxið jafnt og þétt sem Hollywood-stjarna. Hún lék í fyrstu seríu af White Lotus (2021) og í hinni æðivinsælu Anyone But You (2023). Síðustu myndir leikkonunnar hafa fengið heldur slælega viðtökur en hún er þó alltaf jafngóð að halda sér í umræðunni. Auglýsingaherferð hennar fyrir tískufyrirtækið American Eagle vakti mikla athygli í sumar. Um sama leyti bárust fréttir af því að Sweeney væri eftirstótt meðal karlkyns gesta í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Það eitt og sér að Sweeney væri stödd í brúðkaupinu vakti furðu enda um þrjátíu árum yngri en þau bæði. Skömmu seinna fékkst skýring á veru leikkonunnar í brúðkaupinu. Bezos-hjónin höfðu nefnilega fjárfest í undirfatalínu sem Sweeney vinnur að þessi misserin. Bezos hefur greinilega heillast af Sweeney því nú berast fregnir af því að hann vildi að Sweeney yrði Bond-stúlkan í næstu mynd um spæjarann sem kemur út 2028 og verður leikstýrt af Denis Villeneuve. Sjá einnig: Óþekkjanleg stjarna Sweeney er að auglýsa nýjustu mynd sína, Christy um boxarann Christy Martin, þessa dagana og fór af því tilefni í viðtal til Variety. Blaðamaðurinn sem tók viðtalið lýsir því hvernig leikkonan svaraði öllum spurningum af fullri festu þar til hún var spurð hvort eitthvað væri hæft í Bond-orðrómnum. Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun.Getty „Ég get ekki [sjö sekúndna pása]. Ég veit ekki [tíu sekúndna pása]. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá þekki ég ekki allar Bond-sögusagnirnar. En ég hef alltaf verið mikill aðdáandi seríunnar og ég er bæði spennt og forvitin að sjá hvað þau gera,“ sagði Sweeney. Hún var þá spurð hvort hún hefði áhuga á hlutverkinu. Sweeney velti spurningunni fyrir sér og svaraði svo hreint út. „Það veltur á handritinu. Ég held ég myndi skemmta mér meira sem James Bond,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26 Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Sydney Sweeney braust fram á sjónarsviðið í HBO-þáttunum Euphoria (2019-22) og hefur síðan vaxið jafnt og þétt sem Hollywood-stjarna. Hún lék í fyrstu seríu af White Lotus (2021) og í hinni æðivinsælu Anyone But You (2023). Síðustu myndir leikkonunnar hafa fengið heldur slælega viðtökur en hún er þó alltaf jafngóð að halda sér í umræðunni. Auglýsingaherferð hennar fyrir tískufyrirtækið American Eagle vakti mikla athygli í sumar. Um sama leyti bárust fréttir af því að Sweeney væri eftirstótt meðal karlkyns gesta í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Það eitt og sér að Sweeney væri stödd í brúðkaupinu vakti furðu enda um þrjátíu árum yngri en þau bæði. Skömmu seinna fékkst skýring á veru leikkonunnar í brúðkaupinu. Bezos-hjónin höfðu nefnilega fjárfest í undirfatalínu sem Sweeney vinnur að þessi misserin. Bezos hefur greinilega heillast af Sweeney því nú berast fregnir af því að hann vildi að Sweeney yrði Bond-stúlkan í næstu mynd um spæjarann sem kemur út 2028 og verður leikstýrt af Denis Villeneuve. Sjá einnig: Óþekkjanleg stjarna Sweeney er að auglýsa nýjustu mynd sína, Christy um boxarann Christy Martin, þessa dagana og fór af því tilefni í viðtal til Variety. Blaðamaðurinn sem tók viðtalið lýsir því hvernig leikkonan svaraði öllum spurningum af fullri festu þar til hún var spurð hvort eitthvað væri hæft í Bond-orðrómnum. Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun.Getty „Ég get ekki [sjö sekúndna pása]. Ég veit ekki [tíu sekúndna pása]. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá þekki ég ekki allar Bond-sögusagnirnar. En ég hef alltaf verið mikill aðdáandi seríunnar og ég er bæði spennt og forvitin að sjá hvað þau gera,“ sagði Sweeney. Hún var þá spurð hvort hún hefði áhuga á hlutverkinu. Sweeney velti spurningunni fyrir sér og svaraði svo hreint út. „Það veltur á handritinu. Ég held ég myndi skemmta mér meira sem James Bond,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26 Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56