Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar 25. október 2025 10:30 Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun