Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 12:55 Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en enginn er í varðhaldi. Fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Vísir/Viktor Freyr Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur síðan í júní farið fyrir umfangsmikilli rannsókn á meintri fíkniefnaframleiðslu sem teygir anga sína þvert yfir landið, alla leið frá Reykjavík til Reykjavíkur. Skarphéðinn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fíkniefnaframleiðsla virðist hafa staðið yfir í „einhver ár“ á sumum stöðum sem lögregla hefur ráðist í húsleit, sem telja að minnsta kosti sex. Enginn sé í varðhaldi lengur en sakborningar séu bæði Íslendingar og útlendingar. Fjórum erlendum sakborningum hefur verið vísað út af Schengen-svæðinu, nánar til tekið til Albaníu. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið á Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. En þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. Skarphéðinn segir að lögregla sé enn að afla sér gagna um málið en hann kveðst ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið. Norðurþing Reykjavík Lögreglumál Albanía Fíkniefnabrot Kannabis Borgarbyggð Kópavogur Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59 Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13 Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur síðan í júní farið fyrir umfangsmikilli rannsókn á meintri fíkniefnaframleiðslu sem teygir anga sína þvert yfir landið, alla leið frá Reykjavík til Reykjavíkur. Skarphéðinn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fíkniefnaframleiðsla virðist hafa staðið yfir í „einhver ár“ á sumum stöðum sem lögregla hefur ráðist í húsleit, sem telja að minnsta kosti sex. Enginn sé í varðhaldi lengur en sakborningar séu bæði Íslendingar og útlendingar. Fjórum erlendum sakborningum hefur verið vísað út af Schengen-svæðinu, nánar til tekið til Albaníu. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið á Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. En þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. Skarphéðinn segir að lögregla sé enn að afla sér gagna um málið en hann kveðst ekki geta gefið upp frekari upplýsingar um málið.
Norðurþing Reykjavík Lögreglumál Albanía Fíkniefnabrot Kannabis Borgarbyggð Kópavogur Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59 Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13 Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. 15. ágúst 2025 16:59
Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Einum þeirra sem handteknir voru í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíkniefnaframleiðslu á Norðurlandi og víðar hefur verið vísað úr landi til Albaníu. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi. 19. júlí 2025 13:13
Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. 11. júlí 2025 10:40