Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 24. október 2025 08:46 Veðmál eru ekki vandinn – úrelt lög eru það. Ég skrifaði lokaritgerðina mína um áhrif og mikilvægi erlendra veðmálafyrirtækja fyrir Ísland og birti pistilinn Viltu Finna Milljarð? – Frá Gráu svæði í gagnsæi á Vísi í haust. Það er ánægjulegt að umræðan hafi loks færst út úr bakherbergjum og inn á opinberan vettvang, þar á meðal á Alþingi og í nýjasta þætti Kveiks. Þrátt fyrir opnari umræðu undanfarin misseri þá þarf líka að horfa á staðreyndir. Gott silfur, Gulli betra? Veðmál hafa aukist gríðarlega síðustu ár – hér heima og erlendis. Samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins þá voru Íslendingar í öðru sæti árið 2024 þegar það kemur að meðalútgjöldum fullorðinna í erlend veðmál. Skýrslan segir að fullorðinn einstaklingur veðjaði að meðaltali fyrir 72.000kr.- árið 2024 og ef að tölur um fjölda einstaklinga yfir átján ára aldur frá Hagstofu eru skoðaðar má áætla að Íslendingar hafi veðjað fyrir um 21.5 milljarð króna árið 2024. Bannstefna stjórnvalda Lög um veðmálastarfsemi hafa ekkert breyst í fjölda ára sem hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa misst stjórn á markaðnum – bæði hvað varðar tekjur og forvarnir. Það er ljóst að það er þörf á breytingum. Núverandi kerfi er gallað sem gerir það erfiðara að greina og bregðast við spilafíkn og vernda þannig viðkvæma hópa. Nágrannaþjóðirnar okkar, Danmörk, Svíþjóð og Finnland fóru öll þá leið að velja gagnsæi og starfsleyfiskerfi. Með upptöku starfsleyfa væri hægt að setja ramma sem skyldar erlendu veðmálafyrirtækin til að greiða skatta og gjöld, setja reglur um hámarksinnlagnir og fjármagna forvarnir og meðferðir gegn spilafíkn. Upptaka starfsleyfa gæti líka opnað á þann möguleika að hægt væri að safna milljörðum í skatttekjur á hverju ári, auknar tekjur og styrkir til fjölmiðla og íþróttafélaga ásamt því að auka atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni svo að eitthvað sé nefnt. Samkeppni eða sérhagsmunir? Það hafa sex aðilar sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi og þeim ber að láta allan ágóða renna til almannaheilla – sem er gott í grunninn. En á sama tíma hafa þeir notið verndar ríkisins gegn samkeppni. Forsvarsmenn þeirra sem hafa sérleyfi hafa lagt sig alla fram við að tala niður erlendu veðmálafyrirtækin, þeir hafa birt greinar og haldið málþing um hvað þau eru óábyrg og sinna engu eftirliti í stað þess að líta í eigin barm. Ef skoðuð er heimasíðan abyrgspilun.is, sem er rekin af Happdrætti Íslands og Íslandsspilum má sjá að síðustu rannsóknir um spilavanda 16-18 ára einstaklinga og fullorðna voru framkvæmdar árið 2017 (fullorðnir) og árið 2008 (16 -18 ára) og eru þær því 9 ára og 17 ára gamlar, hvar er ábyrgðin í því? ÍSÍ og UMFÍ, sem eiga meirihluta í Íslenskri Getspá og í Íslenskum Getraunum (60 og 90 prósent) hafa einnig talað um ábyrga spilamennsku og hættu erlendra veðmálafyrirtækja. Það er varla hægt að kalla það ábyrgt að auglýsa undir formerkjum “Settu spennu í leikin” eða “Gerðu leikin skemmtilegri”. Af hverju auglýsa þeir ekki ábyrga spilamennsku þegar enski boltinn er í gangi til móts við hvatninguna að veðja? Getraunir leggja einnig mikið upp úr því að það sé hámarksupphæð sem hægt er að spila með á hverjum degi – sem er 150 þúsund í þeirra tilviki, eða tæplega þriðjungur lágmarkslauna verslunarstarfsmanns ef maður skoðar kjarasamninga VR og SA. Forsvarsmenn Getrauna tala einnig um marktæk tengsl erlendra veðmálafyrirtækja og spilavanda en að það séu lítil tengsl við spilavanda hjá Getraunum, það er líklega vegna þess að sú rannsókn hefur ekki verið framkvæmd, að minnsta kosti ekki nýlega. Svo er hægt að spyrja sig með eftirlitið í spilakössunum, er það til staðar? Á sama tíma hafa erlend veðmálafyrirtæki orðið þekkt fyrir strangara eftirlitskerfi, t.d. ef að notandi leggur inn óeðlilega háar fjárhæðir, þá er hann flaggaður eða lokað er á hann. Þannig virkar raunverulegt eftirlit. Samkeppni er almennt af hinu góða – hún hvetur fólk og fyrirtæki til þess að leggja meira á sig, hún hvetur til nýsköpunar en hún er frábær fyrir neytendur vegna þess að hún gefur neytendum val um hvar þeir geta stundað sín viðskipti og neytendur eiga að fá að stjórna hvar þeir vilja stunda veðmál, kjósi þeir að gera það. Samkeppni væri líka tækifæri og hvatning fyrir núverandi leyfishafa til þess að gera mikið betur og hugsa út fyrir kassann í öllu sínu markaðsstarfi í stað þess að treysta á úrelt lög. Tími til að afglæpavæða Erlend veðmálafyrirtæki eru komin til að vera og við verðum að hætta að tala þannig eins og þau séu eina vandamálið - úrelt lög og óskilvirk stjórnkerfi eru það. Lengjan er veðbanki. Íslandsspil eru spilavíti. Hættum að kasta steinum úr glerhúsum. Veðmál eru og eiga að vera afþreying og með upptöku starfsleyfa að fordæmi annara norðurlanda geta skatttekjur styrkt forvarnir, almannaheill, fjölmiðla og tryggt að samfélagið fái sinn skerf af þeirri starfsemi sem fer nú þegar fram. Markaðsgreining á íslenska veðmálaumhverfinu sýnir það að Íslendingar hafa valið erlendu fyrirtækin fram yfir þau innlendu. Megnið af veðmálum hafa færst á netið vegna tækniþróunar þannig að samfélagið er komið í framtíðina en stjórnvöld og lögin eru en þá stödd í fortíðinni. Breska ráðgjafafyrirtækið H2 Gambling Capital sérhæfir sig í markaðsgreiningu á veðmálum og spilamennsku á heimsvísu og áætlar að markaðshlutdeild erlendra veðmálafyrirtækja sé vel yfir 90%, fyrirtækið spáir jafnframt að heildar markaðurinn muni vaxa um 61% á næstu fimm árum. Framhaldið Það eru mörg sem styðja bannstefnu á erlend veðmálafyrirtæki og benda á hættu og skaðsemi þeirra. En bönn hafa aldrei dregið úr vandanum – heldur fært hann undir yfirborðið. Það sem skiptir máli er hvort að stjórnvöld ætli að taka stjórn á leiknum. Við höfum val: að fylgjast með peningunum renna áfram óhindruðum úr landi – eða nýta þá til að byggja upp íslenskt samfélag. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Veðmál eru ekki vandinn – úrelt lög eru það. Ég skrifaði lokaritgerðina mína um áhrif og mikilvægi erlendra veðmálafyrirtækja fyrir Ísland og birti pistilinn Viltu Finna Milljarð? – Frá Gráu svæði í gagnsæi á Vísi í haust. Það er ánægjulegt að umræðan hafi loks færst út úr bakherbergjum og inn á opinberan vettvang, þar á meðal á Alþingi og í nýjasta þætti Kveiks. Þrátt fyrir opnari umræðu undanfarin misseri þá þarf líka að horfa á staðreyndir. Gott silfur, Gulli betra? Veðmál hafa aukist gríðarlega síðustu ár – hér heima og erlendis. Samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins þá voru Íslendingar í öðru sæti árið 2024 þegar það kemur að meðalútgjöldum fullorðinna í erlend veðmál. Skýrslan segir að fullorðinn einstaklingur veðjaði að meðaltali fyrir 72.000kr.- árið 2024 og ef að tölur um fjölda einstaklinga yfir átján ára aldur frá Hagstofu eru skoðaðar má áætla að Íslendingar hafi veðjað fyrir um 21.5 milljarð króna árið 2024. Bannstefna stjórnvalda Lög um veðmálastarfsemi hafa ekkert breyst í fjölda ára sem hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa misst stjórn á markaðnum – bæði hvað varðar tekjur og forvarnir. Það er ljóst að það er þörf á breytingum. Núverandi kerfi er gallað sem gerir það erfiðara að greina og bregðast við spilafíkn og vernda þannig viðkvæma hópa. Nágrannaþjóðirnar okkar, Danmörk, Svíþjóð og Finnland fóru öll þá leið að velja gagnsæi og starfsleyfiskerfi. Með upptöku starfsleyfa væri hægt að setja ramma sem skyldar erlendu veðmálafyrirtækin til að greiða skatta og gjöld, setja reglur um hámarksinnlagnir og fjármagna forvarnir og meðferðir gegn spilafíkn. Upptaka starfsleyfa gæti líka opnað á þann möguleika að hægt væri að safna milljörðum í skatttekjur á hverju ári, auknar tekjur og styrkir til fjölmiðla og íþróttafélaga ásamt því að auka atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni svo að eitthvað sé nefnt. Samkeppni eða sérhagsmunir? Það hafa sex aðilar sérleyfi til að reka veðmálastarfsemi á Íslandi og þeim ber að láta allan ágóða renna til almannaheilla – sem er gott í grunninn. En á sama tíma hafa þeir notið verndar ríkisins gegn samkeppni. Forsvarsmenn þeirra sem hafa sérleyfi hafa lagt sig alla fram við að tala niður erlendu veðmálafyrirtækin, þeir hafa birt greinar og haldið málþing um hvað þau eru óábyrg og sinna engu eftirliti í stað þess að líta í eigin barm. Ef skoðuð er heimasíðan abyrgspilun.is, sem er rekin af Happdrætti Íslands og Íslandsspilum má sjá að síðustu rannsóknir um spilavanda 16-18 ára einstaklinga og fullorðna voru framkvæmdar árið 2017 (fullorðnir) og árið 2008 (16 -18 ára) og eru þær því 9 ára og 17 ára gamlar, hvar er ábyrgðin í því? ÍSÍ og UMFÍ, sem eiga meirihluta í Íslenskri Getspá og í Íslenskum Getraunum (60 og 90 prósent) hafa einnig talað um ábyrga spilamennsku og hættu erlendra veðmálafyrirtækja. Það er varla hægt að kalla það ábyrgt að auglýsa undir formerkjum “Settu spennu í leikin” eða “Gerðu leikin skemmtilegri”. Af hverju auglýsa þeir ekki ábyrga spilamennsku þegar enski boltinn er í gangi til móts við hvatninguna að veðja? Getraunir leggja einnig mikið upp úr því að það sé hámarksupphæð sem hægt er að spila með á hverjum degi – sem er 150 þúsund í þeirra tilviki, eða tæplega þriðjungur lágmarkslauna verslunarstarfsmanns ef maður skoðar kjarasamninga VR og SA. Forsvarsmenn Getrauna tala einnig um marktæk tengsl erlendra veðmálafyrirtækja og spilavanda en að það séu lítil tengsl við spilavanda hjá Getraunum, það er líklega vegna þess að sú rannsókn hefur ekki verið framkvæmd, að minnsta kosti ekki nýlega. Svo er hægt að spyrja sig með eftirlitið í spilakössunum, er það til staðar? Á sama tíma hafa erlend veðmálafyrirtæki orðið þekkt fyrir strangara eftirlitskerfi, t.d. ef að notandi leggur inn óeðlilega háar fjárhæðir, þá er hann flaggaður eða lokað er á hann. Þannig virkar raunverulegt eftirlit. Samkeppni er almennt af hinu góða – hún hvetur fólk og fyrirtæki til þess að leggja meira á sig, hún hvetur til nýsköpunar en hún er frábær fyrir neytendur vegna þess að hún gefur neytendum val um hvar þeir geta stundað sín viðskipti og neytendur eiga að fá að stjórna hvar þeir vilja stunda veðmál, kjósi þeir að gera það. Samkeppni væri líka tækifæri og hvatning fyrir núverandi leyfishafa til þess að gera mikið betur og hugsa út fyrir kassann í öllu sínu markaðsstarfi í stað þess að treysta á úrelt lög. Tími til að afglæpavæða Erlend veðmálafyrirtæki eru komin til að vera og við verðum að hætta að tala þannig eins og þau séu eina vandamálið - úrelt lög og óskilvirk stjórnkerfi eru það. Lengjan er veðbanki. Íslandsspil eru spilavíti. Hættum að kasta steinum úr glerhúsum. Veðmál eru og eiga að vera afþreying og með upptöku starfsleyfa að fordæmi annara norðurlanda geta skatttekjur styrkt forvarnir, almannaheill, fjölmiðla og tryggt að samfélagið fái sinn skerf af þeirri starfsemi sem fer nú þegar fram. Markaðsgreining á íslenska veðmálaumhverfinu sýnir það að Íslendingar hafa valið erlendu fyrirtækin fram yfir þau innlendu. Megnið af veðmálum hafa færst á netið vegna tækniþróunar þannig að samfélagið er komið í framtíðina en stjórnvöld og lögin eru en þá stödd í fortíðinni. Breska ráðgjafafyrirtækið H2 Gambling Capital sérhæfir sig í markaðsgreiningu á veðmálum og spilamennsku á heimsvísu og áætlar að markaðshlutdeild erlendra veðmálafyrirtækja sé vel yfir 90%, fyrirtækið spáir jafnframt að heildar markaðurinn muni vaxa um 61% á næstu fimm árum. Framhaldið Það eru mörg sem styðja bannstefnu á erlend veðmálafyrirtæki og benda á hættu og skaðsemi þeirra. En bönn hafa aldrei dregið úr vandanum – heldur fært hann undir yfirborðið. Það sem skiptir máli er hvort að stjórnvöld ætli að taka stjórn á leiknum. Við höfum val: að fylgjast með peningunum renna áfram óhindruðum úr landi – eða nýta þá til að byggja upp íslenskt samfélag. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun