Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Frá kvennaverkfalli á Arnahóli 2023. Vísir/Vilhelm Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennafríi. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent