Körfubolti

Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára

Siggeir Ævarsson skrifar
Kevin Durant virðist vera sáttur í Houston og ekki ósennilegt að hann klári ferilinn þar ef allt gengur að óskum
Kevin Durant virðist vera sáttur í Houston og ekki ósennilegt að hann klári ferilinn þar ef allt gengur að óskum Vísir/Getty

Kevin Durant og Houston Rockets hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning Durant til næstu tveggja ára en Durant skildi umtalsverðir upphæðir eftir á borðinu í samningaviðræðunum.

Durant kom til Rockets í sumar í skiptum frá Phoenix Suns. Þáverandi samningur hans gilti aðeins út komandi tímabil og því ljóst að Rockets urðu að gera nýjan samning við leikmanninn ef ætlunin var að tjalda lengur en til einnar nætur.

Sá samningur er nú frágenginn og ljóst að Durant tekur á sig launalækkun. Hann fer úr rúmum 54 milljónum dollara á tímabili í 45 en launaþak og reglur deildarinnar hefðu leyft allt að 60 milljónir í árslaun.

Það má lesa ýmislegt í þessa niðurstöðu en fyrst og fremst gefur þetta Houston Rockets sveigjanleika á leikmannamarkaðnum. Bæði til að endursemja við ungar og upprennandi stjörnur liðsins upp á nýtt og gefa þeim betri samninga þannig að líklegra sé að kjarni liðsins haldi sem og möguleika á að bæta leikmönnum í hópinn en aðalleikstjórnandi liðsins, Fred VanVleet, er meiddur og verður ekki með þetta tímabilið.

Durant er 37 ára og verður því langt genginn í fertugt þegar samningurinn klárast, hvað þá ef hann ákveður að taka þriðja árið en sú ákvörðun er honum í sjálfsvald sett. 

Sumum netverjum finnst þetta ansi há upphæð fyrir mann á hans aldri en Durant er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og á það til að svara gagnrýnisröddum á Twitter. Hann tók sig til og svaraði fyrir sig í dag eins og honum einum er lagið.


Tengdar fréttir

Kevin Durant fer til Houston Rockets

Eftir marga vikna vangaveltur er loksins ljóst hvar stórstjarnan Kevin Durant spilar í NBA deildinni í körfubolta á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×