Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar 17. október 2025 08:00 Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar