Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 18:33 Svandís segist þekkja þjónustu Ljóssins vel. Hún hafi nýtt sér hana bæði sem krabbameinssjúklingur og aðstandandi og hafi áður kynnst henni sem heilbrigðisráðherra. Hún segir starfsemi samtakanna gríðarlega mikilvæga. Vilhelm/Anton Brink Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira