Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar 15. október 2025 15:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki. Íslenskar getraunir, sem eru á vegum íþróttahreyfingarinnar, er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur leyfi til að bjóða upp á veðmál og auglýsa þau. Á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina komu saman rúmlega 120 fulltrúar 25 íþróttahéraða um allt land og fyrir öll 480 aðildarfélög hreyfingarinnar. Á þinginu var samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld og ríkisstjórn að grípa til aðgerða til að loka á auglýsingar og starfsemi erlendra spilafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til starfsemi hér á landi. Í tillögunni fólst að fela UMFÍ að standa fyrir fræðslu innan hreyfingarinnar um veðmál með áherslu á forvarnir og ábyrga spilun. Ég fagna tillögunni og umræðunni þessa dagana. Það er mikilvægt að umræðan fari fram og að framhaldið verði ákveðið því ástandið eins og það er núna er engum til sóma. Ef við ætlum að taka ákvörðun um framtíðarumhverfi veðmálastarfsemi á Íslandi þarf meiri upplýsingar. Ég á tvo unglinga og hef rætt við foreldra vina barna minna og þetta eru þeir þættir sem standa upp úr í umræðum okkar. Það stingur að margt fólk virðist ekki vita að þótt veðmál heiti veðmál þá er nálgun og innihald leikjanna mjög ólík. Ég sit líka í stjórn getrauna og finnst mikilvægt að fara yfir þær áherslur sem stjórn og stjórnendur hafa haft að leiðarljósi. Takmarkanir sem skipta máli Íslenskar getraunir hafa frá upphafi sett hömlur á þátttöku í veðmálum, svo sem með því að setja þröskulda við þær hámarksupphæðir sem má leggja undir á hverjum degi, á viku og í hverjum mánuði. Þessar fjárhæðir eru ekki bara vinsamleg ráðlegging til notenda eða ákvörðun í þeirra höndum. Þetta eru raunverulegar takmarkanir. Fyrir ungt fólk á aldrinum 18–25 ára eru mörkin sem það má leggja undir jafnvel lægri. Rannsóknir sýna að þessi hópur er útsettari fyrir spilavanda. Ekki þarf að taka fram að yngri einstaklingar geta ekki tekið þátt. Þannig tekur fyrirtækið sjálft ábyrgð í stað þess að leggja hana á herðar einstaklings sem getur átt erfiðara með að setja sér mörk. Engir bónusar og engar gjafir Önnur ákvörðun er tengd markaðssetningu getraunastarfseminnar. Fyrirtækið er ekki að lokka viðskiptavini til sín með „fríum“ peningum, bónusum eða öðrum tilboðum sem hvetja þá til þess að spila meira og lengur og leggja meira undir. Leikirnir eru kynntir eins og þeir eru og auglýsingarnar innihalda ekki upplýsingar um vinningslíkur. Engin neikvæð veðmál Það er líka mikill munur á því hvaða leikir eru í boði. Hjá Íslenskum getraunum er áherslan á hefðbundna íþróttaleiki. Aldrei er boðið upp á svokölluð neikvæð veðmál, eins og að veðja á gul spjöld eða hornspyrnur, því slík veðmál geta grafið undan heilindum íþrótta. Það eru engir unglingaleikir í boði og aðeins örfáir leikir eru í boði á nóttunni og þá einungis um helgar. Þannig er kerfið hannað til að halda þátttöku í hófi og sjá til þess að þetta verði fyrst og fremst skemmtun – og viðbót við íþróttaleikinn, sem verður að vera aðalatriðið. Takmörkuð tengsl við spilavanda Rannsóknir sýna að leikjaframboð Íslenskra getrauna hefur ekki marktæk tengsl við spilavanda eða spilafíkn. Það kemur fram nú síðast í skýrslu sem Dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkru. Þetta er stærsti einstaki þátturinn sem ég myndi vilja vita af sem foreldri. Það er vegna þess að tíðni og hraði leikjanna er í lágmarki. Leikir verða áhættumeiri eftir því sem oftar er „dregið“. Hjá veðmálafyrirtækjum sem ekki hafa leyfi hér á landi er hins vegar hægt að veðja á hundruð leikjamöguleika á hverjum degi – og það allan sólarhringinn. Þar færðu niðurstöðuna á örfáum sekúndum og vinninginn greiddan út skömmu síðar. Það er einmitt helsti áhættuþátturinn við að gera fólk að spilafíklum. Að auki er fylgst með hegðun spilara. Ef tölur sýna að einhver er að spila meira en gengur og gerist fær viðkomandi tilkynningu um það. Þannig er gripið inn í atburðarásina áður en vandinn verður til – í stað þess að bíða eftir því að einstaklingurinn óski sjálfur eftir aðstoð. Þetta er ábyrg nálgun sem byggir á því að fyrirtækið sjálft bregðist við áður en vandinn stækkar. Samfélagsleg ábyrgð Íslenskar getraunir reka veðmálastarfsemi á ábyrgan hátt. Búinn hefur verið til rammi sem verndar fólk og setur samfélagslega ábyrgð í forgang. Hér er ábyrg spilun ekki til málamynda, heldur er hún hluti af kjarna starfseminnar. Íslenskar getraunir starfa ekki til að fá fólk til að spila meira – heldur til að styðja við íþróttir. Allur hagnaður Íslenskra getrauna rennur einmitt aftur til íþróttahreyfingarinnar. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál í löndunum í kringum okkur og eru vísbendingar um að slíkt hið sama sé að gerast hér á landi. Í vikunni sá ég upplýsingar um að á árunum 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hafði séð auglýsingar um fjárhættuspil á netinu. Slíkum upplýsingum verðum við að bregðast við og því fagna ég því að hreyfingin vilji aukna fræðslu og upplýsingar. Það er rík ástæða til að ræða stöðu mála og ég fagna umræðunni. Ég mun að sjálfsögðu líka leggja mitt af mörkum til þess að haldið verði áfram á vegferð ábyrgrar spilunar hjá Íslenskum getraunum og að við séum sífellt tilbúin til þess að skoða hvað hægt sé að gera enn betur og fagna því allri umræðu og tillögum um slíkt. Höfundur er framkvæmdastjóri UMFÍ og í stjórn íslenskra getrauna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki. Íslenskar getraunir, sem eru á vegum íþróttahreyfingarinnar, er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur leyfi til að bjóða upp á veðmál og auglýsa þau. Á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina komu saman rúmlega 120 fulltrúar 25 íþróttahéraða um allt land og fyrir öll 480 aðildarfélög hreyfingarinnar. Á þinginu var samþykkt tillaga um að skora á stjórnvöld og ríkisstjórn að grípa til aðgerða til að loka á auglýsingar og starfsemi erlendra spilafyrirtækja sem ekki hafa leyfi til starfsemi hér á landi. Í tillögunni fólst að fela UMFÍ að standa fyrir fræðslu innan hreyfingarinnar um veðmál með áherslu á forvarnir og ábyrga spilun. Ég fagna tillögunni og umræðunni þessa dagana. Það er mikilvægt að umræðan fari fram og að framhaldið verði ákveðið því ástandið eins og það er núna er engum til sóma. Ef við ætlum að taka ákvörðun um framtíðarumhverfi veðmálastarfsemi á Íslandi þarf meiri upplýsingar. Ég á tvo unglinga og hef rætt við foreldra vina barna minna og þetta eru þeir þættir sem standa upp úr í umræðum okkar. Það stingur að margt fólk virðist ekki vita að þótt veðmál heiti veðmál þá er nálgun og innihald leikjanna mjög ólík. Ég sit líka í stjórn getrauna og finnst mikilvægt að fara yfir þær áherslur sem stjórn og stjórnendur hafa haft að leiðarljósi. Takmarkanir sem skipta máli Íslenskar getraunir hafa frá upphafi sett hömlur á þátttöku í veðmálum, svo sem með því að setja þröskulda við þær hámarksupphæðir sem má leggja undir á hverjum degi, á viku og í hverjum mánuði. Þessar fjárhæðir eru ekki bara vinsamleg ráðlegging til notenda eða ákvörðun í þeirra höndum. Þetta eru raunverulegar takmarkanir. Fyrir ungt fólk á aldrinum 18–25 ára eru mörkin sem það má leggja undir jafnvel lægri. Rannsóknir sýna að þessi hópur er útsettari fyrir spilavanda. Ekki þarf að taka fram að yngri einstaklingar geta ekki tekið þátt. Þannig tekur fyrirtækið sjálft ábyrgð í stað þess að leggja hana á herðar einstaklings sem getur átt erfiðara með að setja sér mörk. Engir bónusar og engar gjafir Önnur ákvörðun er tengd markaðssetningu getraunastarfseminnar. Fyrirtækið er ekki að lokka viðskiptavini til sín með „fríum“ peningum, bónusum eða öðrum tilboðum sem hvetja þá til þess að spila meira og lengur og leggja meira undir. Leikirnir eru kynntir eins og þeir eru og auglýsingarnar innihalda ekki upplýsingar um vinningslíkur. Engin neikvæð veðmál Það er líka mikill munur á því hvaða leikir eru í boði. Hjá Íslenskum getraunum er áherslan á hefðbundna íþróttaleiki. Aldrei er boðið upp á svokölluð neikvæð veðmál, eins og að veðja á gul spjöld eða hornspyrnur, því slík veðmál geta grafið undan heilindum íþrótta. Það eru engir unglingaleikir í boði og aðeins örfáir leikir eru í boði á nóttunni og þá einungis um helgar. Þannig er kerfið hannað til að halda þátttöku í hófi og sjá til þess að þetta verði fyrst og fremst skemmtun – og viðbót við íþróttaleikinn, sem verður að vera aðalatriðið. Takmörkuð tengsl við spilavanda Rannsóknir sýna að leikjaframboð Íslenskra getrauna hefur ekki marktæk tengsl við spilavanda eða spilafíkn. Það kemur fram nú síðast í skýrslu sem Dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkru. Þetta er stærsti einstaki þátturinn sem ég myndi vilja vita af sem foreldri. Það er vegna þess að tíðni og hraði leikjanna er í lágmarki. Leikir verða áhættumeiri eftir því sem oftar er „dregið“. Hjá veðmálafyrirtækjum sem ekki hafa leyfi hér á landi er hins vegar hægt að veðja á hundruð leikjamöguleika á hverjum degi – og það allan sólarhringinn. Þar færðu niðurstöðuna á örfáum sekúndum og vinninginn greiddan út skömmu síðar. Það er einmitt helsti áhættuþátturinn við að gera fólk að spilafíklum. Að auki er fylgst með hegðun spilara. Ef tölur sýna að einhver er að spila meira en gengur og gerist fær viðkomandi tilkynningu um það. Þannig er gripið inn í atburðarásina áður en vandinn verður til – í stað þess að bíða eftir því að einstaklingurinn óski sjálfur eftir aðstoð. Þetta er ábyrg nálgun sem byggir á því að fyrirtækið sjálft bregðist við áður en vandinn stækkar. Samfélagsleg ábyrgð Íslenskar getraunir reka veðmálastarfsemi á ábyrgan hátt. Búinn hefur verið til rammi sem verndar fólk og setur samfélagslega ábyrgð í forgang. Hér er ábyrg spilun ekki til málamynda, heldur er hún hluti af kjarna starfseminnar. Íslenskar getraunir starfa ekki til að fá fólk til að spila meira – heldur til að styðja við íþróttir. Allur hagnaður Íslenskra getrauna rennur einmitt aftur til íþróttahreyfingarinnar. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál í löndunum í kringum okkur og eru vísbendingar um að slíkt hið sama sé að gerast hér á landi. Í vikunni sá ég upplýsingar um að á árunum 2021 til 2023 tvöfaldaðist hlutfall drengja á framhaldsskólaaldri sem hafði séð auglýsingar um fjárhættuspil á netinu. Slíkum upplýsingum verðum við að bregðast við og því fagna ég því að hreyfingin vilji aukna fræðslu og upplýsingar. Það er rík ástæða til að ræða stöðu mála og ég fagna umræðunni. Ég mun að sjálfsögðu líka leggja mitt af mörkum til þess að haldið verði áfram á vegferð ábyrgrar spilunar hjá Íslenskum getraunum og að við séum sífellt tilbúin til þess að skoða hvað hægt sé að gera enn betur og fagna því allri umræðu og tillögum um slíkt. Höfundur er framkvæmdastjóri UMFÍ og í stjórn íslenskra getrauna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar