Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. október 2025 07:03 Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun