Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar 9. október 2025 18:01 Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Davíð Arnar Stefánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun