Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 22:00 Þorgils Eiður Einarsson var öllum lurkum laminn eftir bardagann í dag en hinn kátasti. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum. MMA Taíland Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum.
MMA Taíland Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira