Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 22:00 Þorgils Eiður Einarsson var öllum lurkum laminn eftir bardagann í dag en hinn kátasti. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum. MMA Taíland Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum.
MMA Taíland Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira