Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar 3. október 2025 08:31 Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir. OECD hefur bent á að samfélög framtíðarinnar byggist ekki eingöngu á því að fólk geti endursagt staðreyndir. Það þarf líka að kunna að spyrja réttu spurninganna og finna lausnir á nýjum verkefnum sem enginn sér fyrir sér í dag. Aðalnámskráin okkar segir það sama. Hún leggur áherslu á hæfniviðmið sem snúast um sköpun, samvinnu og gagnrýna hugsun. Þetta er ekki aukaefni heldur kjarninn í náminu. Menntun er ekki val á milli prófa eða sköpunar. Við þurfum hvort tveggja. Prófin segja okkur ákveðna hluti en þau segja ekki alla söguna. Námsmat getur tekið á sig margar myndir, allt frá verkefnum og samræðum til áhorfs á hvernig nemendur vinna saman eða leysa vandamál. Sköpun og gagnrýnin hugsun gera námið lifandi og tryggja að börn læri að tengja þekkinguna við raunverulegar áskoranir. Þannig verður til menntun sem getur staðið sterk í heimi sem breytist á ógnarhraða. Kennarar verða vitni að þessu í skólastofunni á hverjum degi. Nemandi sem heldur áfram þótt hann hafi gert mistök sýnir seiglu. Nemandi sem spyr spurninga sem enginn hafði hugsað áður sýnir frumkvöðlahugsun. Þetta eru augnablikin sem skila raunverulegum framförum. Hún sést nú þegar í skólastofunum, í sköpun nemenda og í fagmennsku kennara. Það sem vantar er að umræðan og ákvarðanir utan skólans fylgi sama takti. Þar þarf samfélagið að sýna að það trúi á þetta starf og styðji það í verki. Því framtíðarsýn í menntamálum er ekki orðin að veruleika fyrr en hún hefur áhrif bæði í kennslunni og í ákvörðunum sem teknar eru um hana. Spurningin sem eftir situr er þessi: Viljum við halda áfram að mæla börnin út frá fortíðinni, eða ætlum við að undirbúa þau til að skapa framtíðina? Höfundur er kennari.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun