Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar 2. október 2025 13:00 Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla. Ef við lítum á mannauð sem fjárfestingu, er eðlilegt að huga að umhverfinu sem ver fjárfestinguna. Áhrifin af góðri innivistin eru líka mælanleg en sem dæmi þá getur aukinn loftflæðishraði skilað um 1–3% bættri frammistöðu. Af hverju skiptir þetta máli rekstrarlega? 1–3% meðalbót á frammistöðu dag eftir dag, þegar lagt er saman yfir heilt teymi, getur orðið umtalsverður ávinningur miðað við launakostnað og tekjur. Við þekkjum þetta öll skýrari haus þegar loftið er ferskt, meiri þolinmæði þegar hitinn er jafnstilltur og sveigjanlegri hugsun í birtu sem líkir eftir deginum. Þegar rýmið vinnur gegn okkur skríður þreyta inn síðdegis, höfuðverkur lætur á sér kræla eftir fundahring og einbeitingin gufar upp í lokuðu rými. Augun þreytast, hálsinn þornar, nefið þyngist þegar loftið er þétt; hitinn hnikast, ljós flöktir og bakgrunnshljóð krefst athygli. Áður en varir fer orkan meira í að mæta aðstæðum en verkefnum. Fyrirtæki fjárfesta í fólki, ráða, kenna, leiða og hvetja. Sú fjárfesting bætist við hæfni sem einstaklingar hafa safnað í gegnum nám, vinnu og lífið. Raunávöxtunin ræðst þó líka af rýminu sjálfu. Öflug teymi blómstra í rýmum sem styðja vinnuna, gott loftflæði, eðlilegt rakastig, skýr hljóðvist og góð lýsing. Þar verða fundir styttri og skýrari, skapandi vinna hraðari og dagurinn endar síður í orkuskorti. Góð innivist er ekki aukahlutur heldur er hún innviður. Við erum vön að tala um netkerfi, tölvubúnað og öryggi gagna sem innviði fyrirtækja, innivist er líka innviðamál. Hún hefur bein áhrif á heilsu, vellíðan og frammistöðu dag eftir dag og þar með nýtingu starfsfólks. Kannski er það kjarni spurninganna hér að ofan: Getur mannauðurinn skilað sínu besta ef rýmið vinnur á móti? Hvert á starfsfólk að leita þegar einkenni vegna slæmrar innivistar gera vart við sig? Á mannauðsstjórinn að tryggja að innivistin sé í lagi – eða hvar liggur sú ábyrgð? Hvað kostar 1-3% bætt frammistaða í þínum rekstri? Við lifum á tímum harðrar samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir því sem blanda hæfni og velferðar ræður meira um afköst, þeim mun meira vegur aðbúnaðurinn á vinnustað. Góð innivist er ekki lúxus; hún er margfeldisstuðullinn sem lætur mannauð bera ávöxt – leiðin til að hámarka afkastagetu, nýtingu og raunafköst án þess að brenna fólk út. Höfundur er mannfræðingur (MA) með viðbótardiplómu á framhaldsstigi í lýðheilsuvísindum og hagnýtri jafnréttisfræði og starfar sem viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun