Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2025 20:42 Ráðamenn fóru yfir stöðuna í dag vegna falls Play. Vísir Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ræst út öll sín kerfi við fall Play í gær. „Við erum með okkar sjálfvirku kerfi sem eru t.d. atvinnuleysistryggingasjóður og ábyrgðasjóður launa. Ég hvet allt starfsfólk Play sem missti starf sitt í gær til að leita réttar síns. Þá þarf að fylgjast með að fólk fái greitt út laun samkvæmt sínum réttindum. Ríkið mun standa sína plikt hvað það varðar,“ segir Kristrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk starfsfólk Play launagreiðslur frá félaginu í gær en það hafði áður komið fram hjá forstjóra félagsins að reynt yrði að gera það.Kristrún telur að þjóðarbúið sé vel í stakk búið fyrir áfallið. „Þetta er auðvitað mun minna áfall en þegar WOW féll. Áfallið snýst fyrst og fremst að starfsfólkinu,“ segir hún. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að gjaldþrotið væri verulegt högg fyrir ferðaþjónustu næstu mánuði. En Play átti 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tekur undir það en segir aðstæður góðar. „Þetta er högg fyrir ferðaþjónustuna en á móti kemur að tímasetningin er eins heppileg og hún getur verið vegna þess að háannatímabilinu er lokið og það má búast við að markaðurinn þ.e. önnur flugfélög nái að anna eftirspurninni sem myndast,“ segir Hanna. Flugfélög sem fara um Keflavíkurflugvöll eru nú alls 28 talsins og eða mun fleiri en þegar flugfélagið WOW féll. „Þannig að ég er bara jákvæð fyrir hönd ferðaþjónustunnar,“ segir Hanna. Flugvallargjöld hafi hækkað meira en áætlað hafði verið Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fengið skýringar á falli Play frá forráðamönnum félagsins. „Þeir gáfu þær skýringar að birgjar hefðu stytt greiðslufresti, ITS-gjöld eða flugvallargjöld hafi verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir eða samtals 1,2 milljarður króna og loks voru bókanir miklu minni sennilega vegna umræðu í samfélaginu,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að Samgöngustofa hafi haft eftirlit með Play. Það hafi meðal annars komið til vegna þess að félagið sótti um flugrekstrarleyfi á Möltu í mars. „Fjárhagseftirlit með fyrirtækinu hefur m.a. verið vegna flutnings flugrekstrarleyfis þess til Möltu í vor. Ég get ekki svarað til um hvort þetta dótturfélag Play fari inn í þrotabúið núna. Það er eitthvað sem skiptastjóri þarf að fara yfir. Samgöngustofa þarf klárlega að fara yfir málið líka,“ segir Eyjólfur. Næstu skref Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins. Búið er að boða til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október samkvæmt upplýsingum fréttastofu, ekki náðist í forráðamenn Play í dag. Play Gjaldþrot Play Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ræst út öll sín kerfi við fall Play í gær. „Við erum með okkar sjálfvirku kerfi sem eru t.d. atvinnuleysistryggingasjóður og ábyrgðasjóður launa. Ég hvet allt starfsfólk Play sem missti starf sitt í gær til að leita réttar síns. Þá þarf að fylgjast með að fólk fái greitt út laun samkvæmt sínum réttindum. Ríkið mun standa sína plikt hvað það varðar,“ segir Kristrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk starfsfólk Play launagreiðslur frá félaginu í gær en það hafði áður komið fram hjá forstjóra félagsins að reynt yrði að gera það.Kristrún telur að þjóðarbúið sé vel í stakk búið fyrir áfallið. „Þetta er auðvitað mun minna áfall en þegar WOW féll. Áfallið snýst fyrst og fremst að starfsfólkinu,“ segir hún. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að gjaldþrotið væri verulegt högg fyrir ferðaþjónustu næstu mánuði. En Play átti 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tekur undir það en segir aðstæður góðar. „Þetta er högg fyrir ferðaþjónustuna en á móti kemur að tímasetningin er eins heppileg og hún getur verið vegna þess að háannatímabilinu er lokið og það má búast við að markaðurinn þ.e. önnur flugfélög nái að anna eftirspurninni sem myndast,“ segir Hanna. Flugfélög sem fara um Keflavíkurflugvöll eru nú alls 28 talsins og eða mun fleiri en þegar flugfélagið WOW féll. „Þannig að ég er bara jákvæð fyrir hönd ferðaþjónustunnar,“ segir Hanna. Flugvallargjöld hafi hækkað meira en áætlað hafði verið Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fengið skýringar á falli Play frá forráðamönnum félagsins. „Þeir gáfu þær skýringar að birgjar hefðu stytt greiðslufresti, ITS-gjöld eða flugvallargjöld hafi verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir eða samtals 1,2 milljarður króna og loks voru bókanir miklu minni sennilega vegna umræðu í samfélaginu,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að Samgöngustofa hafi haft eftirlit með Play. Það hafi meðal annars komið til vegna þess að félagið sótti um flugrekstrarleyfi á Möltu í mars. „Fjárhagseftirlit með fyrirtækinu hefur m.a. verið vegna flutnings flugrekstrarleyfis þess til Möltu í vor. Ég get ekki svarað til um hvort þetta dótturfélag Play fari inn í þrotabúið núna. Það er eitthvað sem skiptastjóri þarf að fara yfir. Samgöngustofa þarf klárlega að fara yfir málið líka,“ segir Eyjólfur. Næstu skref Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins. Búið er að boða til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október samkvæmt upplýsingum fréttastofu, ekki náðist í forráðamenn Play í dag.
Play Gjaldþrot Play Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira