Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2025 20:42 Ráðamenn fóru yfir stöðuna í dag vegna falls Play. Vísir Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ræst út öll sín kerfi við fall Play í gær. „Við erum með okkar sjálfvirku kerfi sem eru t.d. atvinnuleysistryggingasjóður og ábyrgðasjóður launa. Ég hvet allt starfsfólk Play sem missti starf sitt í gær til að leita réttar síns. Þá þarf að fylgjast með að fólk fái greitt út laun samkvæmt sínum réttindum. Ríkið mun standa sína plikt hvað það varðar,“ segir Kristrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk starfsfólk Play launagreiðslur frá félaginu í gær en það hafði áður komið fram hjá forstjóra félagsins að reynt yrði að gera það.Kristrún telur að þjóðarbúið sé vel í stakk búið fyrir áfallið. „Þetta er auðvitað mun minna áfall en þegar WOW féll. Áfallið snýst fyrst og fremst að starfsfólkinu,“ segir hún. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að gjaldþrotið væri verulegt högg fyrir ferðaþjónustu næstu mánuði. En Play átti 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tekur undir það en segir aðstæður góðar. „Þetta er högg fyrir ferðaþjónustuna en á móti kemur að tímasetningin er eins heppileg og hún getur verið vegna þess að háannatímabilinu er lokið og það má búast við að markaðurinn þ.e. önnur flugfélög nái að anna eftirspurninni sem myndast,“ segir Hanna. Flugfélög sem fara um Keflavíkurflugvöll eru nú alls 28 talsins og eða mun fleiri en þegar flugfélagið WOW féll. „Þannig að ég er bara jákvæð fyrir hönd ferðaþjónustunnar,“ segir Hanna. Flugvallargjöld hafi hækkað meira en áætlað hafði verið Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fengið skýringar á falli Play frá forráðamönnum félagsins. „Þeir gáfu þær skýringar að birgjar hefðu stytt greiðslufresti, ITS-gjöld eða flugvallargjöld hafi verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir eða samtals 1,2 milljarður króna og loks voru bókanir miklu minni sennilega vegna umræðu í samfélaginu,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að Samgöngustofa hafi haft eftirlit með Play. Það hafi meðal annars komið til vegna þess að félagið sótti um flugrekstrarleyfi á Möltu í mars. „Fjárhagseftirlit með fyrirtækinu hefur m.a. verið vegna flutnings flugrekstrarleyfis þess til Möltu í vor. Ég get ekki svarað til um hvort þetta dótturfélag Play fari inn í þrotabúið núna. Það er eitthvað sem skiptastjóri þarf að fara yfir. Samgöngustofa þarf klárlega að fara yfir málið líka,“ segir Eyjólfur. Næstu skref Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins. Búið er að boða til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október samkvæmt upplýsingum fréttastofu, ekki náðist í forráðamenn Play í dag. Play Gjaldþrot Play Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi ræst út öll sín kerfi við fall Play í gær. „Við erum með okkar sjálfvirku kerfi sem eru t.d. atvinnuleysistryggingasjóður og ábyrgðasjóður launa. Ég hvet allt starfsfólk Play sem missti starf sitt í gær til að leita réttar síns. Þá þarf að fylgjast með að fólk fái greitt út laun samkvæmt sínum réttindum. Ríkið mun standa sína plikt hvað það varðar,“ segir Kristrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk starfsfólk Play launagreiðslur frá félaginu í gær en það hafði áður komið fram hjá forstjóra félagsins að reynt yrði að gera það.Kristrún telur að þjóðarbúið sé vel í stakk búið fyrir áfallið. „Þetta er auðvitað mun minna áfall en þegar WOW féll. Áfallið snýst fyrst og fremst að starfsfólkinu,“ segir hún. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að gjaldþrotið væri verulegt högg fyrir ferðaþjónustu næstu mánuði. En Play átti 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tekur undir það en segir aðstæður góðar. „Þetta er högg fyrir ferðaþjónustuna en á móti kemur að tímasetningin er eins heppileg og hún getur verið vegna þess að háannatímabilinu er lokið og það má búast við að markaðurinn þ.e. önnur flugfélög nái að anna eftirspurninni sem myndast,“ segir Hanna. Flugfélög sem fara um Keflavíkurflugvöll eru nú alls 28 talsins og eða mun fleiri en þegar flugfélagið WOW féll. „Þannig að ég er bara jákvæð fyrir hönd ferðaþjónustunnar,“ segir Hanna. Flugvallargjöld hafi hækkað meira en áætlað hafði verið Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fengið skýringar á falli Play frá forráðamönnum félagsins. „Þeir gáfu þær skýringar að birgjar hefðu stytt greiðslufresti, ITS-gjöld eða flugvallargjöld hafi verið hærri en gert hafði verið ráð fyrir eða samtals 1,2 milljarður króna og loks voru bókanir miklu minni sennilega vegna umræðu í samfélaginu,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að Samgöngustofa hafi haft eftirlit með Play. Það hafi meðal annars komið til vegna þess að félagið sótti um flugrekstrarleyfi á Möltu í mars. „Fjárhagseftirlit með fyrirtækinu hefur m.a. verið vegna flutnings flugrekstrarleyfis þess til Möltu í vor. Ég get ekki svarað til um hvort þetta dótturfélag Play fari inn í þrotabúið núna. Það er eitthvað sem skiptastjóri þarf að fara yfir. Samgöngustofa þarf klárlega að fara yfir málið líka,“ segir Eyjólfur. Næstu skref Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur úrskurðað Fly Play hf. gjaldþrota. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður á Lex, og Unnur Lilja Hermannsdóttir, lögmaður á Landslögum, hafa verið skipuð skiptastjórar búsins. Búið er að boða til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október samkvæmt upplýsingum fréttastofu, ekki náðist í forráðamenn Play í dag.
Play Gjaldþrot Play Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sjá meira