Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. september 2025 17:08 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. „Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
„Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira