Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 11:30 Birgitta fyrir miðju ásamt Ármanni Múla og Ragnari en um er að ræða starfsmannaferð HE Helgason ehf. Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. „Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira