Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 13:21 Frá heimsókn sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar til Sapórisjía árið 2023. EPA/SERGEI ILNITSKY Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið. Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53