Íslenski boltinn

Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elín Helena Karlsdóttir virtist meiðast illa á handlegg, var sárþjáð og þurfti að fara af vellinum með sjúkrabíl.
Elín Helena Karlsdóttir virtist meiðast illa á handlegg, var sárþjáð og þurfti að fara af vellinum með sjúkrabíl. Vísir/Diego

Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Elín var sárþjáð og fór af velli með sjúkrabíl.

Elín var í baráttu við Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur við endalínuna þegar sú síðarnefnda tæklaði Elínu eftir að boltinn var farinn aftur fyrir. Elín lenti illa og gaf frá sér eymdaröskur. Ljóst var strax að hún var sárkvalin og virðist hún hafa brotið handlegginn illa.

Klippa: Brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir

Líklega voru þær í svolitlu áfalli eftir að hafa misst Elínu út af, þetta voru mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu. Því miður fór þetta þannig“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, við Sýn Sport og Vísi eftir leik.

Upphafsflaut síðari hálfleiks tafðist um hríð þar sem langan tíma tók að hlúa að Elínu og koma henni svo í sjúkrabíl.

Leiknum lauk 2-1 fyrir Stjörnuna en með sigri hefði Breiðablik tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Atburðarrásina og brotið sem um ræðir má sjá í spilaranum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×