Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 18:47 Arna Sif sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“ Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira