Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2025 13:56 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Davíð Tómas var alþjóðadómari í körfubolta en sagði frá því í viðtali við Vísi í fyrradag að hann væri búinn að leggja flautuna á hilluna. Hann tæki þá ákvörðun þó ekki af sjálfsdáðun. Honum hafi verið bolað burt og sagðist hann ekki sá fyrsti til að vera skrifaður út úr sakramentinu hjá dómaranefnd sambandsins. Jón Guðmundsson greindi þá einnig frá óánægju með samskipti sín við dómaranefnd KKÍ og kallaði eftir svörum frá nefndinni um þá dómara sem hafa helst úr lestinni á undanförnum árum. KKÍ vildi ekki svara fyrir málið þegar Vísir leitaði viðbragða í gær, fyrradag og í morgun en hefur nú sent frá sér yfirlýsingu sem lesa má hér fyrir neðan. Þar segir að á málinu séu í það minnsta tvær hliðar. Þetta sé viðkvæmt mál og hendur KKÍ séu bundnar af persónuverndarsjónarmiðum. Reynt hafi verið ná utan um erfiðleikana og leysa úr ágreiningnum en þrátt fyrir að hlutlaus aðili hafi verið fenginn til að miðla málum hafi sættir ekki náðst. KKÍ telji sig ekki geta tjáð sig frekar en þyki leitt hvar málið er statt. Yfirlýsing KKÍ í heild sinni Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. KKÍ hefur verið legið á hálsi fyrir að veita ekki viðtöl eða segja sín hlið á málum. Málefni er snúa að einstaklingum eru viðkvæm og gæta þarf sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum í þeim efnum. Þetta bindur hendur KKÍ. KKÍ vill ekki og telur sig hvorki geta né vera heimilt að tjá sig ítarlega um sína hlið eins og kynni að vera nauðsynlegt til þess að allir geti skilið fyllilega þær erfiðu aðstæður sem eru nú komnar upp. Þegar kemur að samskiptum einstaklinga þá er það stundum þannig að upp geta komið samskiptaörðugleikar og þá sjá aðilar hlutina ekki í sama ljósi eða líta ekki málin sömu augum. Málefnið verður því þyngra og erfiðara að ná utan um og leysa. Þó reynt sé að ná utan um erfiðleikana, fyrirgefa, sættast og halda áfram að vinna saman þá tekst það því miður ekki alltaf eins og reyndin hefur verið í þessu tilfelli. Þetta er raunin jafnvel þó að í þessu tilfelli hafi verið fenginn utanaðkomandi hlutlaus aðili til þess að miðla málum og reyna að ná sáttum. Öllum sem að málinu koma frá KKÍ þykir leitt hvar málið er statt. Eins og nefnt er hér að framan þá eru þessi mál viðkvæm og oft ekki hjálplegt að tjá sig um þau á opinberum vettvangi enda þótt KKÍ hafi nú fundið sig tilknúið til þess að veita frekari upplýsingar um málið með þessari yfirlýsingu.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00