Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 24. september 2025 13:30 Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun