Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 11:35 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24