Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. september 2025 10:30 Ofurunnin matvæli og matvælamarkaður sem stuðlar að óheilbrigðu neyslumynstri er sagt meðal skýringa samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um fjölgun barna með offitu. Getty Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019. Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019.
Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira