Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. september 2025 08:03 Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar