Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. september 2025 08:03 Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið. Samtökin hafa gagnrýnt ákvörðun SÍ harðlega. Samkvæmt skjólstæðingum þeirra skiptir meðferðin sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja. Í áskorun sem barst okkur þingmönnum eru hafðar uppi á hyggjur um daglega virkni og samfélagslega þátttöku skjólstæðinganna með tilheyrandi álagi á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Bent hefur verið á að starfshópur hafi verið skipaður á vegum heilbrigðisráðuneytisins um málefni fólks með Langtíma Covid einkenni, ME og POTS. Fyrirsjáanlegt er að niðurstaða verður ekki komin í þá vinnu fyrir 1. október. Af þeim sökum hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um framangreinda ákvörðun SÍ. Mér þykir enda einboðið að gildistöku ákvörðunarinnar verði í það minnsta að fresta þar til niðurstaða úr vinnu starfshópsins liggur fyrir. Þá snýr fyrirspurnin sömuleiðis að kynjaskiptingu sjúklinga með POTS. Konur virðast vera mikill meirihluti sjúklinga. Ég hef áður beint sjónum þingsins að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í heilbrigðisþjónustu, enda þekkist að kynjasjónarmið hafi áhrif á heilbrigðisþjónustu, ekki síst þegar um kvenkyns sjúklinga er að ræða. Það er vonandi að svör heilbrigðisráðherra berist hratt og örugglega, enda stutt til mánaðamóta. Þá er ráðherrann vonandi meðvituð um kynjasjónarmið við heilbrigðisþjónustu, m.a. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun