Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 18:30 Beta Reynisdóttir næringarfræðingur. Vísir/Samsett Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. „Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“ Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira