Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar 18. september 2025 09:33 Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun