Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar 18. september 2025 09:33 Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun