Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. september 2025 08:32 Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Í ímyndarpólitík ráða umbúðir frekar en innihald. Þar skiptir meira máli að stilla málum upp þannig að almenningur trúi því sem hentar, en ekki því sem er satt og rétt. Sú frasapólitík einkennir núverandi ríkisstjórnarflokka. Talað er um stórt plan, sleggju sem slær niður vexti og almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni, þótt ekkert af þessu standist nánari skoðun. Nýjasta tískuorðið er tiltekt, eins og nú sé verið að taka til eftir óráðsíu fyrri ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Tölurnar segja annað og staðfesta að hér er enn reynt að blása ryki í augu kjósenda. Tekjur ríkissjóðs hafa verið langt umfram áætlanir á þessu ári, um 80 milljarða króna, en engu að síður er reksturinn enn í halla. Það er eins og öll útgjöld ríkisins til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu á árinu 2024, til að setja 80 milljarða í samhengi. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er jafnframt viðurkennt að aðhaldsstigið á næsta ári sé því sem næst hlutlaust. Orð um aðhald hljóma vel á blaðamannafundum en þau breyta ekki þeirri einföldu staðreynd að ríkisútgjöld halda áfram að vaxa og reikningurinn er sendur á heimilin. Eina tiltektin sem þessi ríkisstjórn stendur í er tiltektin eftir eigin umframeyðslu. Og þrátt fyrir allt tal um tiltekt er enn gert ráð fyrir halla á næsta ári. Að hafna hagræðingu og hækka skatta er pólitískt val. Ríkisstjórnin ber fyrir sig sjálf að hagræðingartillögur hagsýnishópsins hafi numið um 70 milljörðum en eigin hagræðingaráform nemi yfir 100 milljörðum á tímabili fjármálaáætlunar. Ef þetta er allt útfært og raunhæft, hvers vegna er þá ekki gengið hreint til verka núna strax? Hvar er opinber, tímasett aðgerðaáætlun sem klippir þessar krónur út úr rekstrinum og skilur meira eftir í vasa heimilanna, í stað þess að senda heimilunum reikninginn? Það er eðlileg krafa að tillögur sem vísað er til með stolti í ræðustól birtist í fjárlagafrumvarpi sem raunverulegt aðhald, ekki sem hluti af marklausum frösum ríkisstjórnarinnar. Grafið undan trausti Að hækka krónutölugjöld í fullum verðbólgutakti er ekki aðhald. Það er skattahækkun. Hún bítur á launaseðlinum, við bensíndæluna og í matarkörfunni. Hún þrengir svigrúm fyrirtækja og sveitarfélaga sem glíma nú þegar við hærri launakostnað, hærri vexti og ófyrirséð verkefni. Hún grefur undan trausti á opinberum fjármálum vegna þess að fólk sér hvernig sögunni er snúið: Kallað er eftir aðhaldi á sama tíma og útgjöld vaxa og fyrri tekjuauki er nýttur jafnóðum. Aðhald er verkfæri, ekki slagorð. Það felst í forgangsröðun og aga. Það þýðir að hætta að lofa öllu í einu og gera færri hluti betur. Það krefst þess að ný útgjöld séu fjármögnuð með sparnaði annars staðar, ekki með nýjum álögum á heimilin. Það krefst útgjaldarýni þar sem hvert ráðuneyti er gert að draga fram hvar hægt er að gera betur án þess að skerða kjarnastarfsemi og þjónustu við fólkið í landinu. Svona vinnubrögð lækka væntingar um verðbólgu, skapa fyrirsjáanleika og styðja við lækkun vaxta. Skilaboðin verða þá skýr: Ríkið ætlar að halda sig innan sinna marka. Ríkisstjórnin getur valið. Hún getur haldið áfram að tala um tiltekt á meðan hún tekur einn sokk upp af gólfi í unglingaherbergi. Eða hún getur tekið til af alvöru, sett skýr mörk, forgangsraðað og dregið úr útgjöldum þar sem hægt er án þess að skaða kjarnastarfsemi. Það er sú leið sem styður við lægri vexti, stöðugleika og tryggir raunverulegan ávinning fyrir fólk um allt land. Forsætisráðherra hefur sagt að hún vonist eftir góðu samtali á þinginu. Það mun ekki standa á stjórnarandstöðunni að eiga slíkt samtal. Stjórnarandstaðan mun styðja öll mál sem koma aga á ríkisreksturinn, hraða lækkun vaxta og eru til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun