Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar 18. september 2025 06:00 Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú! Við værum varla til sem þjóð ef ekki hefði verið fyrir sauðkindina. Engu að síður virðumst við hafa einhverja tilhneigingu til að afneita þessum nánasta bandamanni okkar í gegnum aldirnar. Kindinni er nefnilega oft kennt um flest sem miður fer í sveitum – og jafnvel þeir sem halda þær látnir fylgja þar með. Henni er kennt um jarðvegstap, rof og jafnvel loftslagsbreytingar – þótt hún hjálpi í raun til við að viðhalda vistkerfum. Hún stuðlar að bindingu kolefnis með beit, bindur kolefni í ullinni sinni, dreyfir fræjum og lífrænum áburði – og er oftar en ekki eina lífsmarkið í sumum sveitum landsins þegar túristar og við hin ökum þar um. Þá blasir hún við: ein og ein rolla á beit. Auðvitað er ofbeit aldrei góð, en hæfileg beit er til bóta. Margt annað en búfénaður skiptir líka máli þegar kemur að gróðurþekju og loftslagsmálum – en ég ætla ekki að fara út í það nánar, enda ekki efni þessara skrifa. Ég hef oft hugsað um það í gegnum tíðina hversu margt er sameiginlegt með íslensku þjóðarsálinni og sauðkindinni. Ég hef meira að segja skrifað um það áður – og pælt í hvers vegna það sé, og fyrst svo er, af hverju við kunnum þá ekki betur að meta hana. „Fé er jafnan fóstra líkt,“ segir jú máltækið. Kannski liggur þar hundurinn grafinn: við sjáum okkur sjálf í sauðkindinni. Og við kunnum ekkert alltaf við það sem við sjáum þar. Við speglum okkur í hjarðhegðun, undarlegum ákvörðunum án sýnilegrar skynsemi, þrjósku, kergju – og stundum hreinni heimsku. Sérstaklega þegar kemur að því að skipta um skoðun eða stefnu, þrátt fyrir að ófærur eða hættur blasi við framundan á þeirri leið sem verið er á. Nú standa yfir göngur, leitir og réttir víða um land og kindur eru því landsbyggðafólki ofarlega í huga þessa dagana. Ef allt gengur eftir í smalamennskum ættu þær flestar að vera komnar niður í byggð upp úr næstu mánaðamótum. Um það leyti fer fram metnaðarfull ráðstefna í Reykjavík – þar sem ekki er mikið um fé í ull, en hins vegar mikið um hugmyndir og fræðslu. Ráðstefnan heitir Hampur fyrir framtíðina, haldin af íslenskum aðilum – fyrir okkur hér á landi, og um leið fyrir jarðarbúa alla. Henni verður einnig streymt út fyrir landsteinana svo fleiri geti notið. Þar koma saman fyrirlesarar, vísindamenn, frumkvöðlar og hugmyndasmiðir til að fjalla um möguleika hampplöntunnar – þessarar fornu plöntu sem nú er að verða lykillinn að sjálfbærari framtíð. Hampur er nefnilega ekki bara eitthvað „nýtt og spennandi“ – eða eitthvað hættulegt og ólöglegt. Hann er líka hluti af gömlum grunni, reynslu og verkmenningu sem við höfum átt – og glatað. Ráðstefnan sameinar því gamalt og nýtt: þjóðlegar rætur og nýjustu vísindi. Þetta er suðupottur tækifæra – á sviði landnýtingar, vistvænna efna, næringar, bygginga, heilsu og fleira. Fólk kemur víða að og umræðuefnið snertir okkur öll. Hampurinn er ein fjölhæfasta planta sem við höfum aðgang að í dag og sú sem bundnar eru hvað mestar vonir við á mörgum sviðum. Á Íslandi eru einstakar aðstæður til staðar fyrir lyfjahamprækt. Við stýrðar aðstæður í gróðurhúsum, hituðum með jarðvarma og lýstum með grænni orku á stóriðjuverði er hægt að rækta lyfjahamp allt árið og skapa gríðarlegar tekjur. Hann væri hægt að selja í útflutning og/eða fullvinna í ýmsar heilsuvörur og skapa með því eftirsóknarverð störf út um allt land. Tilraunir með útiræktun á iðnaðarhampi eru nú þegar hafnar og lofa góðu. Þar verður til annars konar hráefni sem fyrirtæki í mismunandi geirum geta nýtt sér á ótal vegu. Listinn yfir þær vörur og efni sem hægt er að framleiða úr hampi er gríðarlega langur og spannar allt frá matvælum og olíu til byggingarefna, plasts, textíls og pappírs. Það væri hægt að halda áfram lengi að telja upp kosti hampsins og ástæður þess að kynna sér hamprækt og hampiðnað og möguleika tengda honum. Ég læt hér staðar numið og spyr í staðinn: Er ekki kominn tími til að stíga inn í framtíðina – hætta að þrjóskast og kergjast, og opna hugann og landið fyrir þeim tækifærum sem nú blasa við? Fylgja forystukindunum – og marka nýja stefnu og leiðir? Við getum það nefnilega svo vel. Höfundur er sveitakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú! Við værum varla til sem þjóð ef ekki hefði verið fyrir sauðkindina. Engu að síður virðumst við hafa einhverja tilhneigingu til að afneita þessum nánasta bandamanni okkar í gegnum aldirnar. Kindinni er nefnilega oft kennt um flest sem miður fer í sveitum – og jafnvel þeir sem halda þær látnir fylgja þar með. Henni er kennt um jarðvegstap, rof og jafnvel loftslagsbreytingar – þótt hún hjálpi í raun til við að viðhalda vistkerfum. Hún stuðlar að bindingu kolefnis með beit, bindur kolefni í ullinni sinni, dreyfir fræjum og lífrænum áburði – og er oftar en ekki eina lífsmarkið í sumum sveitum landsins þegar túristar og við hin ökum þar um. Þá blasir hún við: ein og ein rolla á beit. Auðvitað er ofbeit aldrei góð, en hæfileg beit er til bóta. Margt annað en búfénaður skiptir líka máli þegar kemur að gróðurþekju og loftslagsmálum – en ég ætla ekki að fara út í það nánar, enda ekki efni þessara skrifa. Ég hef oft hugsað um það í gegnum tíðina hversu margt er sameiginlegt með íslensku þjóðarsálinni og sauðkindinni. Ég hef meira að segja skrifað um það áður – og pælt í hvers vegna það sé, og fyrst svo er, af hverju við kunnum þá ekki betur að meta hana. „Fé er jafnan fóstra líkt,“ segir jú máltækið. Kannski liggur þar hundurinn grafinn: við sjáum okkur sjálf í sauðkindinni. Og við kunnum ekkert alltaf við það sem við sjáum þar. Við speglum okkur í hjarðhegðun, undarlegum ákvörðunum án sýnilegrar skynsemi, þrjósku, kergju – og stundum hreinni heimsku. Sérstaklega þegar kemur að því að skipta um skoðun eða stefnu, þrátt fyrir að ófærur eða hættur blasi við framundan á þeirri leið sem verið er á. Nú standa yfir göngur, leitir og réttir víða um land og kindur eru því landsbyggðafólki ofarlega í huga þessa dagana. Ef allt gengur eftir í smalamennskum ættu þær flestar að vera komnar niður í byggð upp úr næstu mánaðamótum. Um það leyti fer fram metnaðarfull ráðstefna í Reykjavík – þar sem ekki er mikið um fé í ull, en hins vegar mikið um hugmyndir og fræðslu. Ráðstefnan heitir Hampur fyrir framtíðina, haldin af íslenskum aðilum – fyrir okkur hér á landi, og um leið fyrir jarðarbúa alla. Henni verður einnig streymt út fyrir landsteinana svo fleiri geti notið. Þar koma saman fyrirlesarar, vísindamenn, frumkvöðlar og hugmyndasmiðir til að fjalla um möguleika hampplöntunnar – þessarar fornu plöntu sem nú er að verða lykillinn að sjálfbærari framtíð. Hampur er nefnilega ekki bara eitthvað „nýtt og spennandi“ – eða eitthvað hættulegt og ólöglegt. Hann er líka hluti af gömlum grunni, reynslu og verkmenningu sem við höfum átt – og glatað. Ráðstefnan sameinar því gamalt og nýtt: þjóðlegar rætur og nýjustu vísindi. Þetta er suðupottur tækifæra – á sviði landnýtingar, vistvænna efna, næringar, bygginga, heilsu og fleira. Fólk kemur víða að og umræðuefnið snertir okkur öll. Hampurinn er ein fjölhæfasta planta sem við höfum aðgang að í dag og sú sem bundnar eru hvað mestar vonir við á mörgum sviðum. Á Íslandi eru einstakar aðstæður til staðar fyrir lyfjahamprækt. Við stýrðar aðstæður í gróðurhúsum, hituðum með jarðvarma og lýstum með grænni orku á stóriðjuverði er hægt að rækta lyfjahamp allt árið og skapa gríðarlegar tekjur. Hann væri hægt að selja í útflutning og/eða fullvinna í ýmsar heilsuvörur og skapa með því eftirsóknarverð störf út um allt land. Tilraunir með útiræktun á iðnaðarhampi eru nú þegar hafnar og lofa góðu. Þar verður til annars konar hráefni sem fyrirtæki í mismunandi geirum geta nýtt sér á ótal vegu. Listinn yfir þær vörur og efni sem hægt er að framleiða úr hampi er gríðarlega langur og spannar allt frá matvælum og olíu til byggingarefna, plasts, textíls og pappírs. Það væri hægt að halda áfram lengi að telja upp kosti hampsins og ástæður þess að kynna sér hamprækt og hampiðnað og möguleika tengda honum. Ég læt hér staðar numið og spyr í staðinn: Er ekki kominn tími til að stíga inn í framtíðina – hætta að þrjóskast og kergjast, og opna hugann og landið fyrir þeim tækifærum sem nú blasa við? Fylgja forystukindunum – og marka nýja stefnu og leiðir? Við getum það nefnilega svo vel. Höfundur er sveitakona.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun