Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar 17. september 2025 14:31 Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun