Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar 15. september 2025 11:32 Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun