Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. september 2025 08:31 Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun