„Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 13. september 2025 07:00 Pedersen spilar tölvuspil til að drepa tímann á meðan hann kemst ekki á völlinn. SÝN Alls konar tilfinningar hafa bærst innra með Patrick Pedersen undanfarnar vikur eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleik Vals við Vestra. „Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira