„Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 13. september 2025 07:00 Pedersen spilar tölvuspil til að drepa tímann á meðan hann kemst ekki á völlinn. SÝN Alls konar tilfinningar hafa bærst innra með Patrick Pedersen undanfarnar vikur eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleik Vals við Vestra. „Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira