Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 21:56 Willum Þór Vísir/Anton Brink Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti ÍSÍ og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, horfir bæði til framtíðar íslenska heilbrigðiskerfisins og nýs hlutverks síns hjá ÍSÍ. Í einlægu viðtali í heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms fer hann yfir stjórnmálin, nýtt hlutverk sem forseti ÍSÍ, heilbrigðiskerfið og lýðheilsu – og hvernig hann heldur sér í formi. Hann segir að kominn sé tími til að brúa bilið milli íþrótta og lýðheilsu og vill að ÍSÍ og yfirvöld vinni saman að heilsueflingu þjóðarinnar. Vill samtal ráðuneyta og íþróttahreyfingarinnar Willum segir að forvarnir og lýðheilsa séu ekki verkefni eins ráðuneytis heldur þurfi að nást samtal milli margra aðila. Hann hafi sjálfur óskað eftir fundum með öllum helstu ráðherrum. „Ég er búinn að óska eftir viðtali við, held ég bara alla ráðherra,“ segir hann. „Við verðum að ræða þetta saman – auðvitað ráðherra sem fer fyrir skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra – því við þurfum að setja meiri peninga í forvarnir og íþróttahreyfinguna. Það er hægt að gera í gegnum skattkerfið.“ Hvatar í gegnum skattkerfið Willum segir að hægt sé að nýta skattkerfið til að styrkja íþróttahreyfinguna og sjálfboðaliðastarf almennt. „Við erum með marga skatta sem íþróttahreyfingin er undanþegin, en ekki alveg. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt að setja af stað hóp sem horfir inn í íþróttaumhverfið og alla skattheimtu. Þar er hægt að vinna með ívilnandi hvata sem eflir og varðveitir sjálfboðaliðastarfið. Þetta þekkist víða erlendis.“ „Skipulegt íþróttastarf er besta forvörnin“ Willum segir að heilbrigðiskerfið ráði ekki eitt við þær áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það sé mikill vilji innan kerfisins til að vinna með öðrum í samfélaginu sem séu betur fallnir til að sinna forvörnum. Skipulagt íþróttastarf spili stórt hlutverk þegar kemur að börnum og unglingum: „Rannsóknir staðfesta að skipulagt íþróttastarf er besta forvörnin. Það er svo dýrmætt að reyna veita öllum krökkum, börnum og unglingum aðgengi óháð efnahag, óháð stétt og stöðu og aðstæðum. Aðgengi að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að það fái allir tækifæri til að finna sig. Það mun alltaf styrkja einstaklinginn bæði andlega og líkamlega og félagslega, og það er lýðheilsa – og það eru bestu forvarnirnar sem við getum unnið að.“ Efast um að lýðheilsa eigi heima hjá landlækni Willum setur stórt spurningamerki við framtíðarskipulag lýðheilsu á Íslandi. „Ég held að við séum komin á þann stað að horfa á það hvar lýðheilsunni er best fyrir komið. Er henni raunverulega best fyrir komið hjá landlækni sem hefur eftirlit með heilbrigðisstéttunum og heilbrigðisþjónustunni? Ég er ekkert viss um það,“ segir hann. Hann minnir á að lýðheilsa hafi áður verið sjálfstæð eining með Lýðheilsustöð og telur tímabært að ræða hvort slíkt fyrirkomulag eigi aftur við. „Við þurfum að taka lýðheilsu út úr landlæknisembættinu og fara aftur í lýðheilsumiðstöð. Þá getum við breikkað þetta umhverfi. Við þurfum að treysta að landlæknir geti þá haft eftirlit með allri þeirri þjónustu en sé ekki með hana beggja vegna borðs,“ segir hann. Innbyggðir hemlar í kerfinu stöðva nýsköpun í forvörnum Willum Þór fjallar opinskátt um togstreitu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að nýsköpun í forvörnum. „Það er togstreita þarna… af því að það eru kannski bara innbyggðir hemlar í kerfinu,“ segir hann og bætir við að þá gerist nýsköpunin ekki nægilega hratt. Að hans mati er þetta kerfislægt, byggt á öryggissjónarmiðum og eftirliti. „Maður þarf að virða það, en við þurfum á sama tíma að vera opin fyrir nýjungum sem sannarlega skila forvörnum og hjálpa okkur að mæta aukinni eftirspurn,“ segir hann. Hann bendir á að hlutverk landlæknis sé að „passa upp á kerfið“, en að það skorti skýrari löggjöf og meiri sveigjanleika. „Ég fór fjórum sinnum fram með frumvarp þar sem fólst í því að aðskilja landlæknisembættið og sóttvarnarlækni. Ég held að það sé alveg tímabært. Ég held að faraldurinn hafi algjörlega dregið það fram,“ segir hann. Sameiginlegt verkefni fyrir framtíðina „Heilbrigðismálin verða aldrei leyst með kerfum einum saman,“ segir Willum að lokum. „Þau verða leyst í samfélaginu sjálfu – með því að við vinnum saman, styðjum hvert annað og búum til umhverfi sem hvetur til heilbrigðs lífsstíls. Við þurfum að leggja meiri áherslu á lýðheilsu og forvarnir og tryggja betra samspil við önnur kerfi.“ Æfir daglega – en lærði af erfiðri reynslu Willum segir að regluleg hreyfing sé orðin fastur liður í hans lífi. „Ég fer nú bara í líkamsræktina á hverjum degi,“ segir hann og bætir við að það sé sjaldnast sem hann æfi úti. „Konan mín er miklu duglegri að fara á fjöll… en ég er nú eiginlega oftast inni. Ég fer stundum í göngu, en mér finnst betra að fara bara í ræktina og taka það.“ Hann segir jafnvel stundum æfa tvisvar á dag, þó seinni æfingin sé stutt, um 40–45 mínútur. Reynslan hafi þó kennt honum mikilvægi þess að hugsa um eigin heilsu. Willum Þór Þórsson þakklátur í pontu eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ.Facebook/ÍSÍ „Ég taldi mér alveg trú um það að ég væri hérna að bjarga þjóðinni um tíma og var mikið í vinnunni. Þá vanrækti ég það að hreyfa mig og kannski að borða hollt. Og þetta fer nú oftast saman,“ segir hann. Afleiðingarnar hafi látið á sér kræla. „Ég var bara á slæmum stað. Ég var of þungur og ég var farinn að ræna mig svefni. Það bara var ekki gott,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi fundið fyrir bæði streitu og hækkuðum blóðþrýstingi. „Auðvitað er maður einhvern veginn samt þannig að maður fer þetta svolítið á hnefanum og telur sig trúa um að þetta sé allt í standi, en þetta er auðvitað ekki gott.“ Útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin eða í þjálfun Willum var spurður út í stjórnmálin og segir að stjórnmál hafi kennt sér mikið um gildi hlustunar og mannlega nálgun: „Forysta er ekki bara ákvarðanir teknar á fundum. Forysta er að vera til staðar fyrir fólk, hlusta á reynsluna og leyfa henni að móta stefnu.“ Willum útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin en leggur áherslu á að hann sé nú á góðum stað. „Já, já þetta fer ekkert frá manni og ef maður hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, þá er auðvitað pólitík vettvangur.“ Hann segist þó núna njóta þess sem hann er að gera og að pólitískt starf innan íþróttahreyfingarinnar sé sjálfstætt og krefjandi. „Þarna get ég líka þannig séð unnið í íþróttapólitíkinni. Það er pólitík út af fyrir sig en með stjórnvöldum að efla forvarnir og lýðheilsu í landinu, ásamt því að efla okkar íþróttaumhverfi og vinna með grasrótinni. Ég er alveg brenn fyrir því.“ Þegar hann er spurður hvort hann stefni að formennsku í Framsóknarflokknum segir hann að hann hafi notið tímans í pólitíkinni og sakni hans að vissu leyti. „Ég er oft spurður að því hvort ég sé ekki feginn að vera laus við þrasið og málþófið á þingi en ég get ekki sagt það, ég sakna þess, ég hafði gaman af þessu,“ segir hann og rifjar upp verkefni sem honum þóttu mikilvæg, eins og vinnuna við skýrslu um liðskiptaaðgerðir, faglega ferlið og hvernig endurhæfingu er sinnt. „Hvernig við getum látið allt kerfið virka fyrir okkur – hvernig við getum haldið okkur gangandi – það er lýðheilsa.“ Þegar Willum er spurður að lokum hvort hann gæti hugsað sér að fara aftur í þjálfun svarar hann: „Já alltaf, það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“ ÍSÍ Hlaðvörp Heilsa Heilbrigðismál Íþróttir barna Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Í einlægu viðtali í heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms fer hann yfir stjórnmálin, nýtt hlutverk sem forseti ÍSÍ, heilbrigðiskerfið og lýðheilsu – og hvernig hann heldur sér í formi. Hann segir að kominn sé tími til að brúa bilið milli íþrótta og lýðheilsu og vill að ÍSÍ og yfirvöld vinni saman að heilsueflingu þjóðarinnar. Vill samtal ráðuneyta og íþróttahreyfingarinnar Willum segir að forvarnir og lýðheilsa séu ekki verkefni eins ráðuneytis heldur þurfi að nást samtal milli margra aðila. Hann hafi sjálfur óskað eftir fundum með öllum helstu ráðherrum. „Ég er búinn að óska eftir viðtali við, held ég bara alla ráðherra,“ segir hann. „Við verðum að ræða þetta saman – auðvitað ráðherra sem fer fyrir skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra – því við þurfum að setja meiri peninga í forvarnir og íþróttahreyfinguna. Það er hægt að gera í gegnum skattkerfið.“ Hvatar í gegnum skattkerfið Willum segir að hægt sé að nýta skattkerfið til að styrkja íþróttahreyfinguna og sjálfboðaliðastarf almennt. „Við erum með marga skatta sem íþróttahreyfingin er undanþegin, en ekki alveg. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt að setja af stað hóp sem horfir inn í íþróttaumhverfið og alla skattheimtu. Þar er hægt að vinna með ívilnandi hvata sem eflir og varðveitir sjálfboðaliðastarfið. Þetta þekkist víða erlendis.“ „Skipulegt íþróttastarf er besta forvörnin“ Willum segir að heilbrigðiskerfið ráði ekki eitt við þær áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það sé mikill vilji innan kerfisins til að vinna með öðrum í samfélaginu sem séu betur fallnir til að sinna forvörnum. Skipulagt íþróttastarf spili stórt hlutverk þegar kemur að börnum og unglingum: „Rannsóknir staðfesta að skipulagt íþróttastarf er besta forvörnin. Það er svo dýrmætt að reyna veita öllum krökkum, börnum og unglingum aðgengi óháð efnahag, óháð stétt og stöðu og aðstæðum. Aðgengi að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að það fái allir tækifæri til að finna sig. Það mun alltaf styrkja einstaklinginn bæði andlega og líkamlega og félagslega, og það er lýðheilsa – og það eru bestu forvarnirnar sem við getum unnið að.“ Efast um að lýðheilsa eigi heima hjá landlækni Willum setur stórt spurningamerki við framtíðarskipulag lýðheilsu á Íslandi. „Ég held að við séum komin á þann stað að horfa á það hvar lýðheilsunni er best fyrir komið. Er henni raunverulega best fyrir komið hjá landlækni sem hefur eftirlit með heilbrigðisstéttunum og heilbrigðisþjónustunni? Ég er ekkert viss um það,“ segir hann. Hann minnir á að lýðheilsa hafi áður verið sjálfstæð eining með Lýðheilsustöð og telur tímabært að ræða hvort slíkt fyrirkomulag eigi aftur við. „Við þurfum að taka lýðheilsu út úr landlæknisembættinu og fara aftur í lýðheilsumiðstöð. Þá getum við breikkað þetta umhverfi. Við þurfum að treysta að landlæknir geti þá haft eftirlit með allri þeirri þjónustu en sé ekki með hana beggja vegna borðs,“ segir hann. Innbyggðir hemlar í kerfinu stöðva nýsköpun í forvörnum Willum Þór fjallar opinskátt um togstreitu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að nýsköpun í forvörnum. „Það er togstreita þarna… af því að það eru kannski bara innbyggðir hemlar í kerfinu,“ segir hann og bætir við að þá gerist nýsköpunin ekki nægilega hratt. Að hans mati er þetta kerfislægt, byggt á öryggissjónarmiðum og eftirliti. „Maður þarf að virða það, en við þurfum á sama tíma að vera opin fyrir nýjungum sem sannarlega skila forvörnum og hjálpa okkur að mæta aukinni eftirspurn,“ segir hann. Hann bendir á að hlutverk landlæknis sé að „passa upp á kerfið“, en að það skorti skýrari löggjöf og meiri sveigjanleika. „Ég fór fjórum sinnum fram með frumvarp þar sem fólst í því að aðskilja landlæknisembættið og sóttvarnarlækni. Ég held að það sé alveg tímabært. Ég held að faraldurinn hafi algjörlega dregið það fram,“ segir hann. Sameiginlegt verkefni fyrir framtíðina „Heilbrigðismálin verða aldrei leyst með kerfum einum saman,“ segir Willum að lokum. „Þau verða leyst í samfélaginu sjálfu – með því að við vinnum saman, styðjum hvert annað og búum til umhverfi sem hvetur til heilbrigðs lífsstíls. Við þurfum að leggja meiri áherslu á lýðheilsu og forvarnir og tryggja betra samspil við önnur kerfi.“ Æfir daglega – en lærði af erfiðri reynslu Willum segir að regluleg hreyfing sé orðin fastur liður í hans lífi. „Ég fer nú bara í líkamsræktina á hverjum degi,“ segir hann og bætir við að það sé sjaldnast sem hann æfi úti. „Konan mín er miklu duglegri að fara á fjöll… en ég er nú eiginlega oftast inni. Ég fer stundum í göngu, en mér finnst betra að fara bara í ræktina og taka það.“ Hann segir jafnvel stundum æfa tvisvar á dag, þó seinni æfingin sé stutt, um 40–45 mínútur. Reynslan hafi þó kennt honum mikilvægi þess að hugsa um eigin heilsu. Willum Þór Þórsson þakklátur í pontu eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ.Facebook/ÍSÍ „Ég taldi mér alveg trú um það að ég væri hérna að bjarga þjóðinni um tíma og var mikið í vinnunni. Þá vanrækti ég það að hreyfa mig og kannski að borða hollt. Og þetta fer nú oftast saman,“ segir hann. Afleiðingarnar hafi látið á sér kræla. „Ég var bara á slæmum stað. Ég var of þungur og ég var farinn að ræna mig svefni. Það bara var ekki gott,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi fundið fyrir bæði streitu og hækkuðum blóðþrýstingi. „Auðvitað er maður einhvern veginn samt þannig að maður fer þetta svolítið á hnefanum og telur sig trúa um að þetta sé allt í standi, en þetta er auðvitað ekki gott.“ Útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin eða í þjálfun Willum var spurður út í stjórnmálin og segir að stjórnmál hafi kennt sér mikið um gildi hlustunar og mannlega nálgun: „Forysta er ekki bara ákvarðanir teknar á fundum. Forysta er að vera til staðar fyrir fólk, hlusta á reynsluna og leyfa henni að móta stefnu.“ Willum útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin en leggur áherslu á að hann sé nú á góðum stað. „Já, já þetta fer ekkert frá manni og ef maður hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, þá er auðvitað pólitík vettvangur.“ Hann segist þó núna njóta þess sem hann er að gera og að pólitískt starf innan íþróttahreyfingarinnar sé sjálfstætt og krefjandi. „Þarna get ég líka þannig séð unnið í íþróttapólitíkinni. Það er pólitík út af fyrir sig en með stjórnvöldum að efla forvarnir og lýðheilsu í landinu, ásamt því að efla okkar íþróttaumhverfi og vinna með grasrótinni. Ég er alveg brenn fyrir því.“ Þegar hann er spurður hvort hann stefni að formennsku í Framsóknarflokknum segir hann að hann hafi notið tímans í pólitíkinni og sakni hans að vissu leyti. „Ég er oft spurður að því hvort ég sé ekki feginn að vera laus við þrasið og málþófið á þingi en ég get ekki sagt það, ég sakna þess, ég hafði gaman af þessu,“ segir hann og rifjar upp verkefni sem honum þóttu mikilvæg, eins og vinnuna við skýrslu um liðskiptaaðgerðir, faglega ferlið og hvernig endurhæfingu er sinnt. „Hvernig við getum látið allt kerfið virka fyrir okkur – hvernig við getum haldið okkur gangandi – það er lýðheilsa.“ Þegar Willum er spurður að lokum hvort hann gæti hugsað sér að fara aftur í þjálfun svarar hann: „Já alltaf, það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“
ÍSÍ Hlaðvörp Heilsa Heilbrigðismál Íþróttir barna Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira