Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. september 2025 21:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pontu. Vísir/Anton Brink Formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina fela sig á bak við slæmar gjörðir fyrri ríkisstjórnarinnar en toppi einungis vitleysuna sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili. Hann gagnrýnir harðlega ríkisstjórnarflokkana, einn þeirra geri allt til að komast í Evrópusambandið, annar segir eitt og geri annað og sá þriðji þurfi að vera í sérstöku innanhússeftirliti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur feli sig á bak við þá afsökun að síðasta ríkisstjórn hafi staðið sig svo illa að taka þurfi til. Hann tekur þó undir að síðasta ríkisstjórn sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar mynduðu, hafi ekki staðið sig vel. „Við vitum allt um hversu hræðileg síðasta ríkisstjórn var. Ég varaði við því í sjö ár. Hún eyddi stórkostlega um efni fram, missti tökin á útlendingamálum að því marki að úr var heimsmet. Hún elti fullkominn galskap í rétttrúnaðinum, meðal annars í loftslagsrefsingum, og áformaði að setja alla landsmenn á námskeið um hvernig þeir ættu að tjá sig og hugsa,“ sagði hann. „En ef nýja ríkisstjórnin ætlar að afsaka sig með því hversu slæm síðasta ríkisstjórn hafi verið, af hverju gerir hún þá ekki betur? Hvers vegna heldur hún þvert á móti áfram að bæta í vitleysuna að toppa stjórnina sem hún segist vera að taka til eftir?“ Hann segir helsta mun á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og fyrri vinstri stjórnum að á meðan fyrri stjórnir þráðu það að ná völdum óháð kosningaloforðum líti núverandi stjórn á sig sem fædd til að ráða. „Þess vegna er ekki bara litið fram hjá kosningaloforðum heldur líka lýðræðishefðum, siðum, reglum og lögum við stjórn landsins. Forsætisráðherra talaði hér áðan eins og verkstjóri sem liti á þingmenn sem starfsmenn við færibandið í verksmiðjunni sem þurfa að standa sig betur við að afgreiða það sem kemur úr vélunum.“ Hefur samúð með forsætisráðherra Sigmundur segir stór mál óleyst og taka þurfi á þeim. Hann segir að Kristrún þurfi bæði að leysa mál sem hana langi til að gera og það sem þurfi að gera og segist hafa samúð með henni að þurfa velja og hafna. „Það hlýtur að vera erfitt að vera í ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn telur að kjörtímabilið snúist ekki um annað en að koma Íslandi í Evrópusambandið með góðu eða illu og hinn flokkurinn þarf að vera undir stöðugu innanhússeftirliti,“ segir Sigmundur. Samúð endist þó ekki lengi þar sem hann fór einnig hörðum orðum um Samfylkinguna, flokk Kristrúnar. „Kristrún Frostadóttir segist hafa breytt Samfylkingunni, en hún sagði það bara. Það er rauður þráður hjá þessari ríkisstjórn að segja eitt en svo er raunin önnur. Svona er þetta líka varðandi ríkisfjármálin og báknið. Það er ekki nóg að segja hlutina.“ Hann tekur sem dæmi ítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann ætli sér að grennast en það skilaði engum árangri fyrr en hann fór að borða minna og nýta hitaeiningarnar betur. „Það er ekki það sama, orð og efndir.“ Sigmundur segir að nú er ætlast til að stjórnarandstaðan hagi sér vel og hlýði stjórninni. „Miðflokkurinn mun ekki hlýða. Við munum styðja öll framfaramál en um leið veigrum okkur ekki við að veita harða andspyrnu þegar stjórnin fer út af sporinu. Þegar fullveldi og framtíð landsins er undir munum við hverjir hopa. “ Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur feli sig á bak við þá afsökun að síðasta ríkisstjórn hafi staðið sig svo illa að taka þurfi til. Hann tekur þó undir að síðasta ríkisstjórn sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar mynduðu, hafi ekki staðið sig vel. „Við vitum allt um hversu hræðileg síðasta ríkisstjórn var. Ég varaði við því í sjö ár. Hún eyddi stórkostlega um efni fram, missti tökin á útlendingamálum að því marki að úr var heimsmet. Hún elti fullkominn galskap í rétttrúnaðinum, meðal annars í loftslagsrefsingum, og áformaði að setja alla landsmenn á námskeið um hvernig þeir ættu að tjá sig og hugsa,“ sagði hann. „En ef nýja ríkisstjórnin ætlar að afsaka sig með því hversu slæm síðasta ríkisstjórn hafi verið, af hverju gerir hún þá ekki betur? Hvers vegna heldur hún þvert á móti áfram að bæta í vitleysuna að toppa stjórnina sem hún segist vera að taka til eftir?“ Hann segir helsta mun á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og fyrri vinstri stjórnum að á meðan fyrri stjórnir þráðu það að ná völdum óháð kosningaloforðum líti núverandi stjórn á sig sem fædd til að ráða. „Þess vegna er ekki bara litið fram hjá kosningaloforðum heldur líka lýðræðishefðum, siðum, reglum og lögum við stjórn landsins. Forsætisráðherra talaði hér áðan eins og verkstjóri sem liti á þingmenn sem starfsmenn við færibandið í verksmiðjunni sem þurfa að standa sig betur við að afgreiða það sem kemur úr vélunum.“ Hefur samúð með forsætisráðherra Sigmundur segir stór mál óleyst og taka þurfi á þeim. Hann segir að Kristrún þurfi bæði að leysa mál sem hana langi til að gera og það sem þurfi að gera og segist hafa samúð með henni að þurfa velja og hafna. „Það hlýtur að vera erfitt að vera í ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn telur að kjörtímabilið snúist ekki um annað en að koma Íslandi í Evrópusambandið með góðu eða illu og hinn flokkurinn þarf að vera undir stöðugu innanhússeftirliti,“ segir Sigmundur. Samúð endist þó ekki lengi þar sem hann fór einnig hörðum orðum um Samfylkinguna, flokk Kristrúnar. „Kristrún Frostadóttir segist hafa breytt Samfylkingunni, en hún sagði það bara. Það er rauður þráður hjá þessari ríkisstjórn að segja eitt en svo er raunin önnur. Svona er þetta líka varðandi ríkisfjármálin og báknið. Það er ekki nóg að segja hlutina.“ Hann tekur sem dæmi ítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann ætli sér að grennast en það skilaði engum árangri fyrr en hann fór að borða minna og nýta hitaeiningarnar betur. „Það er ekki það sama, orð og efndir.“ Sigmundur segir að nú er ætlast til að stjórnarandstaðan hagi sér vel og hlýði stjórninni. „Miðflokkurinn mun ekki hlýða. Við munum styðja öll framfaramál en um leið veigrum okkur ekki við að veita harða andspyrnu þegar stjórnin fer út af sporinu. Þegar fullveldi og framtíð landsins er undir munum við hverjir hopa. “
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent