Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. september 2025 08:32 Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun