Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar 7. september 2025 07:01 Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar