Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2025 16:59 Róbert varð sér úti um mynd af ætluðu fórnarlambi, Intars Stikuts. Vísir/Egill/Aðsend Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. Róbert var til viðtals í Reykjavík síðdegis vegna málsins en hann vakti fyrst athygli á því í færslu á Facebook í dag. Hann segist hafa fundið sig knúinn til þess að vekja athygli á málinu þar sem hann sé með skrifstofu í sama húsi og íbúð mannanna er í. „Hinir ætluðu „glæpamenn“ reyndust vera Lettar sem hafa unnið hér síðustu ár. Þeir voru nýkomnir úr stuttri heimsókn heim til sín og höfðu drukkið of mikið á leiðinni norður. Einn datt illa í stiga í íbúðarhúsi á mínum vegum og sást blóðugur ráfa um bæinn. Það varð til þess að kallað var á sjúkrabíl – og skömmu síðar mætti sérsveitin,“ sagði Róbert á Facebook. Fóru í tollinn og drukku sig fulla Í Reykjavík síðdegis lýsti Róbert mönnunum sem harðduglegum iðnaðarmönnum og „einstökum prúðmennum“ frá Lettlandi, sem hann heyrði ekkert í þótt skrifstofan hans sé á hæðinni fyrir neðan íbúð þeirra. Atvik gærkvöldsins hefðu hafist með því að mennirnir komu til landsins eftir heimsókn til fjölskyldna þeirra í Lettlandi. Á leiðinni frá Keflavík til Siglufjarðar hefðu þeir freistast til þess að „fara í tollinn sinn og drekka sig fulla“. Það sé engin nýlunda að fólk freistist til þess. „Síðan gerist eitthvað þarna í gærkvöldi, einn þeirra er ráfandi niður aðalgötu bæjarins blóðugur og illa til fara. Á hann rekst einstaklingur úr bænum og tilkynnir til lögreglu, kallar á sjúkrabíl og allt. Ég held að þarna liggi vandi lögreglunnar í málinu, að þarna er tiltölulega óáreiðanlegur einstaklingur, sem tilkynnir þetta inn með mikilli dramatík. Þarna hefði verið hnífaárás og allt og lögreglan bregst við.“ Hendur ætlaðs fórnarlambs hafa verið sagðar hafa verið alsettar kaunum eftir ætlaðar líkamsárás. Af þessari mynd af dæma voru þær það ekki.Aðsend Óku saman frá Akureyri Róbert segir lögreglu hafa brugðist við með talsverði hörku, þrátt fyrir að ekki hefði verið um neina líkamsárás að ræða. Þrír sofandi iðnaðarmenn hafi verið handteknir og tveir vakandi af sérsveitinni. Hann hafi þó samúð með lögreglu, enda hafi málið verið tilkynnt á dramatískan hátt. „Við getum ekki dæmt lögregluna í þessu máli annað en það að þegar þeir mæta á vettvang, þá eiga þeir ekki að ráðast með vélbyssu inn á þrjá sofandi einstaklinga, handjárna þá og nánast bera þá út í bíl.“ Þá segir Róbert að hann hafi heyrt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að verið væri að meta hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim tveimur sem enn voru í haldi lögreglu. „En ég vissi á þeim tíma, þegar fréttin var birt, að þá sátu þeir í bíl með þessum stórslasaða á leiðinni frá Akureyri til Siglufjarðar, af því að þeim var svo mikið í mun að mæta til vinnu eftir hádegi.“ Þannig að þeir eru allir vinir? „Þetta var engin óvinátta. Þetta voru engin slagsmál. Þetta voru engin læti. Lögreglan segir aðra sögu Ríkisútvarpið hefur eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, að hann haldi að það sé alveg hægt að fullyrða að ekki hafi verið um slys að ræða. Maðurinn hafi ekki verið metinn í lífshættu en slæmir áverkar hafi verið á andliti hans og mikið blóð. Umfang aðgerða lögreglu hefði verið í samræmi við þær aðstæður sem voru uppi. Fjallabyggð Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. 4. september 2025 21:16 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Róbert var til viðtals í Reykjavík síðdegis vegna málsins en hann vakti fyrst athygli á því í færslu á Facebook í dag. Hann segist hafa fundið sig knúinn til þess að vekja athygli á málinu þar sem hann sé með skrifstofu í sama húsi og íbúð mannanna er í. „Hinir ætluðu „glæpamenn“ reyndust vera Lettar sem hafa unnið hér síðustu ár. Þeir voru nýkomnir úr stuttri heimsókn heim til sín og höfðu drukkið of mikið á leiðinni norður. Einn datt illa í stiga í íbúðarhúsi á mínum vegum og sást blóðugur ráfa um bæinn. Það varð til þess að kallað var á sjúkrabíl – og skömmu síðar mætti sérsveitin,“ sagði Róbert á Facebook. Fóru í tollinn og drukku sig fulla Í Reykjavík síðdegis lýsti Róbert mönnunum sem harðduglegum iðnaðarmönnum og „einstökum prúðmennum“ frá Lettlandi, sem hann heyrði ekkert í þótt skrifstofan hans sé á hæðinni fyrir neðan íbúð þeirra. Atvik gærkvöldsins hefðu hafist með því að mennirnir komu til landsins eftir heimsókn til fjölskyldna þeirra í Lettlandi. Á leiðinni frá Keflavík til Siglufjarðar hefðu þeir freistast til þess að „fara í tollinn sinn og drekka sig fulla“. Það sé engin nýlunda að fólk freistist til þess. „Síðan gerist eitthvað þarna í gærkvöldi, einn þeirra er ráfandi niður aðalgötu bæjarins blóðugur og illa til fara. Á hann rekst einstaklingur úr bænum og tilkynnir til lögreglu, kallar á sjúkrabíl og allt. Ég held að þarna liggi vandi lögreglunnar í málinu, að þarna er tiltölulega óáreiðanlegur einstaklingur, sem tilkynnir þetta inn með mikilli dramatík. Þarna hefði verið hnífaárás og allt og lögreglan bregst við.“ Hendur ætlaðs fórnarlambs hafa verið sagðar hafa verið alsettar kaunum eftir ætlaðar líkamsárás. Af þessari mynd af dæma voru þær það ekki.Aðsend Óku saman frá Akureyri Róbert segir lögreglu hafa brugðist við með talsverði hörku, þrátt fyrir að ekki hefði verið um neina líkamsárás að ræða. Þrír sofandi iðnaðarmenn hafi verið handteknir og tveir vakandi af sérsveitinni. Hann hafi þó samúð með lögreglu, enda hafi málið verið tilkynnt á dramatískan hátt. „Við getum ekki dæmt lögregluna í þessu máli annað en það að þegar þeir mæta á vettvang, þá eiga þeir ekki að ráðast með vélbyssu inn á þrjá sofandi einstaklinga, handjárna þá og nánast bera þá út í bíl.“ Þá segir Róbert að hann hafi heyrt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að verið væri að meta hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim tveimur sem enn voru í haldi lögreglu. „En ég vissi á þeim tíma, þegar fréttin var birt, að þá sátu þeir í bíl með þessum stórslasaða á leiðinni frá Akureyri til Siglufjarðar, af því að þeim var svo mikið í mun að mæta til vinnu eftir hádegi.“ Þannig að þeir eru allir vinir? „Þetta var engin óvinátta. Þetta voru engin slagsmál. Þetta voru engin læti. Lögreglan segir aðra sögu Ríkisútvarpið hefur eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, að hann haldi að það sé alveg hægt að fullyrða að ekki hafi verið um slys að ræða. Maðurinn hafi ekki verið metinn í lífshættu en slæmir áverkar hafi verið á andliti hans og mikið blóð. Umfang aðgerða lögreglu hefði verið í samræmi við þær aðstæður sem voru uppi.
Fjallabyggð Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. 4. september 2025 21:16 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Fimm voru handteknir á Siglufirði í kvöld í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi eystra og sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Einn var fluttur á sjúkrahús. 4. september 2025 21:16
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent