Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. september 2025 07:00 Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Helzta ástæða þess að umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið 2009 fór út um þúfur var sú að stjórnarflokkarnir voru ekki samstíga um það að rétt væri að ganga í sambandið. Þannig var Samfylkingin því hlynnt á meðan Vinstri grænir voru það ekki þó þeir hafi keypt ríkisstjórnarsamstarfið með því að styðja umsóknina. Jafnvel Evrópusambandið sjálft lýsti ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að flokkarnir gengju ekki í takt í þeim efnum. Málið var umdeilt í röðum Evrópusambandssinna og töldu margir í þeim hópi að ekki væri skynsamlegt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið við slíkar aðstæður. Það myndi aðeins skaða málstaðinn sem reyndist rétt. Þeir urðu hins vegar ofan á sem töldu að láta yrði reyna á það. Óvíst væri að betra tækifæri fengist en með uppnáminu í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja Þorsteinn Pálsson, síðar guðfaðir Viðreisnar, benti á það að klofin stjórn gagnvart málinu gæti ekki klárað það. Færi í bága við þingræðisregluna „Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn til dæmis í Fréttablaðið 23. október 2010 og enn fremur: „Viðræður af þessu tagi lúta sömu lögmálum og aðrir samningar. Ákvarðanir þarf að taka jafnt og þétt eftir því sem þeim vindur fram.“ Þann 20. nóvember sama ár ritaði hann síðan um þetta sama viðfangsefni á síður blaðsins: „Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningnum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans.“ Flokkar andvígir inngöngu gætu þannig ekki staðið að umsókn. Mun óheppilegri staða en 2009 Við stöndum nú frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum í þessum efnum. Ríkisstjórn sem samsett er af flokkum sem ekki eru samstíga um það hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Einungis er til staðar málamiðlun um að fram fari þjóðaratkvæði fyrir lok árs 2027 um það hvort stefna eigi aftur að inngöngu í sambandið. Ekkert samkomulag er hins vegar um það hvað taki við verði niðurstaðan sú að sækjast eftir inngöngu á ný. Vinstri grænir samþykktu þó allavega að sótt yrði um inngöngu. Með öðrum orðum eru aðstæður í raun enn verri nú en 2009 fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið. Við það bætist að enginn af stjórnarflokkunum hafði í kosningastefnu sinni fyrir síðustu þingkosningar að setja málið á dagskrá. Ekki einu sinni Viðreisn. Þá var engin áherzla á málið af hálfu flokksins í kosningabaráttunni. Fulltrúar flokksins ræddu það helzt ekki nema aðspurðir og slógu þá ýmist í eða úr. Þá ræddi Samfylkingin það alls ekki og Flokkur fólksins var andvígur því. Þjóðaratkvæðið mikil málamiðlun Forsenda þess að innganga í Evrópusambandið sé sett á dagskrá er vitanlega þvert á móti að flokkar hlynntir því setji málið á oddinn fyrir þingkosningar, nái þingmeirihluta út á það og myndi í kjölfarið samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þjóðaratkvæðið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. Helzt vildi hann þannig fara beint í umsóknarferlið. Þessi sama Viðreisn og segist treysta þjóðinni. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðinu er fyrst og fremst að reyna að komast framhjá þeim veruleika að málið er ekki ávísun á atkvæði, eins og Viðreisn áttaði sig á fyrir síðustu kosningar eftir að Evrópuhreyfingin undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi aðstoðarmanns fjármálaráðherra hans, hafði látið gera skoðanakönnun í þeim efnum sem aldrei var birt, og að ekki er þingmeirihluti fyrir málinu og verður líklega seint. Sjálft umsóknarferlið krefst þess Meira að segja Evrópusambandið sjálft telur, sem fyrr segir, samstíga ríkisstjórn forsendu þess að sótt sé um inngöngu í það líkt og til að mynda kom fram í gögnum frá sambandinu sjálfu í tengslum við umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Og Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, benti sömuleiðis ítrekað á það á sínum tíma og færði fyrir því gild rök eins og áður segir að þingmeirihluti fyrir málinu væri að sama skapi nauðsynlegur til þess að hægt væri að ljúka umsóknarferlinu. Með öðrum orðum verður ekki komizt hjá því að standa rétt að málunun. Með umboði frá kjósendum úr þingkosningum til þess að setja málið á dagskrá í stað þess að leggja enga áherzlu á það í aðdraganda kosninganna og setja það síðan strax á dagskrá að þeim loknum. Sjálft umsóknarferlið beinlínis krefst þess eins og Þorsteinn benti réttilega á. Hitt er svo annað mál að ákveðið var að standa að málum með þessum hætti af hálfu stjórnvalda og þá er meira en sjálfsagt að taka slaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefsíðunni Stjórnmálin.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar